Andvari - 01.01.1900, Síða 86
8o
ioo), að eigi væri auðið að segja með vissu, hvort
imurtan í Þingvallavatni væri fullvaxinn fiskur, afbrigði af
vanalegri bleikju, eða að eins ekki fullvaxin bleikja, og ti)
þess að geta fengið fulla vissu fyrir því, jn’rfti að merkja
nokkrar murtur og sleppa jieim aftur í vatnið, ef vera
kynni, að þær svo veiddust seinna.
í haust er leið gat eg komið þessu í kring og A eg
það að þakka velvild og áliuga Magnúsar Magnússonar,
bónda á Villingavatni. Eg gat sem sé ekki verið sjálfur
við þessa merkingu sökum þess, að murtan veiðist vana-
lega ekki fyrir i. október og þannig var einnig í haust.
Eg gat þess vegna ekki sökum kenslustarfa snúist við því
að fara austur, og tók Magnús að sér að sjá um þetta í
minn stað, samkvæmt því sem eg sagði honum fyrir um
það munnlega, og votta eg honum hér með þakkir fyrir
þennan greiða og áhuga þann, sem hann sýndi á þessu
fyrirtæki. Eg set hér skýrslu þá, er hann síðar gaf mér
um gjörðir sínar í þessu máli.
»Eg var sjálfur viðstaddur, er merktar voru 400
rnurtur og var það fyrir landi Kaldárþöfða, Villingavatns
og Hagavíkur. Svo bað eg um að merktar yrðu 50
murtur á Þingvöllum og 50 á Heiðarbæ, og hefur mér
verið skýrt frá því, að það hafi verið gert. Murtan, sem
eg merkti, var i kringum 9 þuml. á lengd og get eg ekki
þekt annað, en að þær lifi alveg óhindrað fyrir þessu
merki, sem var eins og þér nefnduð, aðeins kliptur af fitu-
ugginn, nema á 30 murtum sneiddi eg af efri brún
sporðsins«.
Merkið var þá aðallega þetta: kliptur af veiðiugginn
(fituugginn). Að vísu er þetta merki ekki eins glögt og
æskilegt væri, en að setja gleggri merki, t. d. beinhnapp
með brennimerktu númeri á og festa hann, með því að
draga silfurvír gegnurn fiskinn á ósaknæmum stað, eins
og annarstaðar hefur verið gjört, áleit eg ekki tiltækilegt,