Andvari - 01.01.1900, Síða 87
8i
I>ví bæði eru þau dýr og ilt að setja þau á jafn-sprett-
luirðan fisk og silung. Merki það, er eg lét setja á fisk-
'nn, álit eg alveg ósaknæmt fyrir hann, því eg veit ekki
til að laxfiskar hafi neitt verulegt gagn af veiðiugganum.
kg hefi gjört ráðstafanir til þess að eg fái í hendur þær
af þessum murtum, er kynnu að veiðast aftur á næsta
hausti eða síðar, og þar sem svo margar voru merktar,
er þó nokkur von um að fá einhverjar aftur.
Eg gat þess í ferðaskýrslu minni 1896 (Andv. XXII.
hls. 124—125) að vart hefði örðið við smáfisk í Ölfusá,
t krók einum rétt við brúna. Héldu menn, að þaðværu
jafnvel laxungar, og að lax mundi jafnvel gjóta þar. I
vor er leið með góðfúslegri hjálp þeirra Simonar brúar-
varðar á Selfossi og Sigurðar bönda í Helli fekk eg fjóra
af þessum smáfiskum veidda í maí. Eg hefi rannsakað
þá ýtarlega og komist að raun um, að það eru ekki lax-
uvgar, heldur urriðaungar. Eengd þeirra var 16,5 18, 19
21 cm. (6»/2, 7, 71/8 og 8").
J byrjun desembermánaðar kom rnikið sntáufsa-
hlaup í Hafnarfjörð og Keflavik, og á síðari staðnum var
tifsinn að staðaldri langt fram á vetur og veiddu menn
nieð lagnetúm og fyrirdrætti ógrynni af ufsa, sem var
^eldur á 4 kr. tunnan víðsvegar til manna kringum Faxa-
hóa. Varð Keflvikingum að þessu hin mesta björg.
Ufsinn var að meðaltali ro—11 þurnl. á lengd. Eftir þvi,
sem eg liefi séð sjálfur og spurt til, þykist eg sannfærð-
111 um, að smáufsi sé mjög tíður viða við strendurlands-
ins, og víðar mætti veiða hann til mikilla nota, ef menn
Vlldu bera sig eftir honum. Til veiðanna við Faxaflóa
hafa menn notað smáriðnar fyrirdráttarvörpur af ýmsri
6