Andvari - 01.01.1900, Síða 88
82
stærð, róið þær út í ufsatorfurnar og dregið svo að landi.
Þetta má vel gera, þar sem bdtn er sléttur og landtaka
góð, en þar sem það er ekki, hlýtur drátturinn að
skemma fljótt vörpuna. Eg hygg því að draga mætti
vörpuna í kring um torfuna úti á sjó, þar sem ekki er
of djúpt og setja ufsann i »lás« líkt og síld, og taka hann
svo upp með háfum. — Sökkvinótina, sem brúkuð hefur
verið í Noregi fyrir ufsa, mætti eflaust brúka hér; en
hún er mjög dýr, ef hún er stór. Það er ferhyrnd
varpa, jöfn á alla vegu, sem sökt er undir torfuna og svo
dregin undir hana og svo upp á öllum hornunum, svo
sekkur myndast úr nótinni, en ufsinn leitar niður í sekk-
inn þegar hann verður hans var. Pokanótina amerísku
mætti og brúka. Hún er róin kringum torfuna og fisk-
urinn settur í »lás«, en svo er hún dregin samanaðneð-
an með bandi, sem dregið er í hringi á neðra teini vörp-
unnar, svo poki myndast úr henni. Hún þarf ekki að
ná til botns, og er dýr, ef hún er stór. Hana má og
brúka fyrir síld á rúmsjó. — Þar sem ufsi et strjáll brúka
Norðmenn dálítinn háf (»morteglip«) líkan kolaháfi, sem
þaninn er út með sveig. Honum er sökt nokkuð niður
og stráð í hann beitu, skel eða brytjuðum kröbbum. Er
hann látinn liggja um stund, þangað til ufsinn er kominn
inn í hann. Þá er hann dreginn upp.
Eg mældi 153 ufsa úr Hafnarfirði, tekna af handa
hófi, og voru þeir þetta:
0 0 31 cm. -* -> 26 cm.
IO 30 — 28 25 —
IO . 29 — 17 24 —
20 28 — 8 23 —
23 27 — 1 22 —
Flestir þeirra voru þannig 24—30 cm. (91/*—11 '/2 þuml.).
Allir voru þeir bláleitir, þ. e. s. með reglulegum ufsalit
og enginn þeirra undir 20 cm. að lengd; samkvæmt því