Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 93
87
Kröfur á hendur útlendum viðskiftamönnum, er
gjaldast skulu þegar lieimtað er.
Opinber verðbréí eftir gangverði og veðskuldabréf
gefin út fyrir lánum út á fasteignir, þó þannig, að hin
siðastnefndu verðbréf nerni ekki meiru en 'i miljón
króna.
8. Islands banki skal vera nú og framvegis sú
einasta stofnun á Islandi, sem rétt hefir til að gefa út
gjaldmiðil, er komið geti í stað myntaðra peninga, og
;dtveðst það til tryggingar íslands banka og handhöfum
seðla hans, að ekki skuli, svo lengi sem lög þessi eru i
gildi, gefa út eða leyfa að gefa út nokkurn slíkan gjald-
TOÍðil; en þar á móti skulu seðlar Islands banka vera
þeir einustu, sem þannig geti gilt manna á milli, og sem
tekið skuli á móti í alla opinbera sjóði, en þar skulu
seðlarnir takast gildir, sem lögleg borgun til jafns með
reiðu gulli.
9. Vegna réttar þess, er bankinn nýtur til seðla-
Utgáfu, skal hann háður eftirliti stjórnarinnar, samkvæmt
nánari ákvörðunum i stofnskrá bankans, sem staðfest skal
af ráðaneytinu, sem einnig skal veita samþykki sitt til, í
«verju"fdrmi og á hverjar upphæðir seðlarnir skuli gefuir út.
10. Hver sem býr til eftirmynd seðla, sem útgefnir
eru af íslands banka eða falsar þá, skal sæta sömu hegn-
lng, sem hin almennu hegningarlög 25. júni 1869, 266.
gt-, ákveðá fyrir að búa til eftirmynd af eða falsa danska
’uynt eða seðla þjóðbankans. Glæpurinn er fullkomnað-
ur undir eins og búið er að búa til eða falsa seðilinn,
Þó ekki sé búið að láta hann úti.
11. Islands banki tekur að sér eignir og skuldir
I-andsbankans og tekst einnig á liendur að leysa inn seðla
sem bankinn á úti. Það sem verða kann afgangs
hinu ákveðna innlausnargjaldi, skal lagt til varasjóðs ís-
lands banka.