Andvari - 01.01.1900, Síða 94
88
12. Seðlar þeir, sera útgefnir eru af stjóminui
fyrir hönd landssjóðs, mega aldrei aukast fram yfir það,
sem nú er, en skulu innkallast og innleysast í síðasta
lagi 3 árum eftir að íslands hanki hefir tekið til starfa.
Alla seðla, sem þannig eru kallaðir inn, lætur bank-
inn, undir hæfilegri tilsjón, ónýta opinberlega með því
að brenna þá, og i hvert skifti, sem seðlar hafa þannig
verið brendir, tilkynnist almenningi, hve mikil upphæð
hafi verið eydd.
13. Þar eð bankasjóðurinn, sem eingöngu er ætl-
aður til að tryggja útgefna seðla hans, skuldbindingar og
aðrar kvaðir, er fé, sem ekki má verja til annars, þá skal
aldrci íþyngja honum með neinum opinberum afgjöldum,
hverju nafni sem nefnast.
14. Mynt sú, sem gjaldgeng er í Danmörk á hverj-
um tíma sem er, skal vera sú, er bankinn notar til við-
skiíta og sem bækur bankans hljóða um.
15. Heimilt skal bankanum, að nota óstimplaöan
pappír lÍI seðla sinna, bóka, ávísana og afls konar skuld-
bindinga, sem útgefast af. bankanum og í nafni hans.
Einnig skulu skuldbindingar þær, sem 1. gr. ræðir
um og bankaskuldabréf þau, sem nefnd eru i 3. gr.,
mega yfirfærast manna í milli, án þess að stimplaður
pappír sé notaður. Enn fremur mega og þær skuldbind-
ingar, sem veita bankanum handveðsrétt, gefast út á ó-
stimpluðum pappír.
16. Bankinn skal sem handveðshafandi hafa rétt til
þess, ef ekki er öðru vísi um samið, að selja veðið við
opinbert uppboð, þá er hann hefir gjört þeim, er veðiö
liefir sett, aðvart um það með vottum með daga
fyrirvara, eða þá, ef veðsetjandi þekkist ekki eða ef ó-
kunnugt er um heimili hans, eftir að hafii innkallað
liiutaðeigandi með daga fyrirvara til þess að leysa út