Andvari - 01.01.1900, Side 95
89
veðið, með opinberri auglýsing í blöðum þeim, sem að
íetluð eru til að fl)rtja aðrar lögbirtingar.
17. Bankinn skal hafa skrifstofu sína í Reykjavík
og útibú á hinum stærri kauptúnum íslands, einkum á
Seyðisfirði, Akureyri (Eyjafirði) og Isafirði.
18. I stjórn bankans skulu vera 11 menn ogvelur
alþingi 5 af þeim og liluthafar 5, en ráðgjafinn fyrir ís-
land eða sá, sem hann skipar til þess, er sjálfkjörinn
forniaður bankaráðsins.
19. Svo framarlega sem skyldum þeim, sem að
framan eru greindar, ekki verður fullnægt af nefndnm
leyfishafendnm innan 12 mánaða frá staðfesting þessara
laga, er ráðaneytinu heimilt að veita samkyns leyfi öðru
félagi, sem kynni að vera fært um að fnllnægja hinum
álcveðnu skilyrðum.
Frumvarp þetta kom til 1. umr. í deildinni þann
8. júli; talaði þá enginn um það, nema flutningsmaðurinn
einn og það að eins mjög lauslega; fór ekkert út í efni
þess, en óskaði að eins, að 5 manna nefnd yrði skipuð
Ú1 þess að ihuga það. Þingdeildin samþykti að kjósa
■tefndina og hlutu kosningu: Ben. Sveinsson, Tr. Gunn-
:u'sson, Kl. Jónsson, Valtýr Guðmundsson, Pétur Jónsson.
Frv. vakti talsverða eftirtekt í bænum, og fyrir því
var það, að þingmaður bæjarins, Jón Jeusson yfirdómari,
boðaði þann 14. júli til umræðufundar um það, og var
sá fundur fjölsóttur, bæði af alþingismönnum og bæjar-
húum.
Fundur þessi hafði talsverða þýðingu að því leyti,
að málið, sem í sjálfu sér er stórmál fyrir landið og
fnuntíð þess, en jafnframt er vandasamt og torskiljanlegt
öðrum en þeim, sem við bankafræði hafa fengist —-
skýrðist að mun, og menn fengu nokkurn skilning á
stefnu frumvarpsins, kostum þess og helztu göllum. —