Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 96
90
Agrip af umræðum þessum er prentað í ísafold
19. júlí 1899.
Eftir þetta lá nú frumvarpið í salti hjá nefndinni,
þangað til eftir 8. ágúst, en þann dag komu þeir herrar
Ludv. Arntzen og Alexander Warburg uþp til Reykja-
víkur með póstskipinu til þess að mæla fram með því,
og fá þingið til þess, að aðhyllast það. Það voru þeir
2 menn, sem farið er fram á í frumv., að stjórnin veiti
einkarétt til, að stofna hlutafélagsbankann.
Sú breyting varð á nefndinni í bankamálinu í Nd.
snemma i ágúst, að Þórður héraðslæknir Thoroddsen var
kosinn i hana í stað Benedikts Sveinssonar, sem dó 2.
ágúst.
Nefnd þessi tók nú til starfa, eftir að þeir herrar
Arntzen og Warburg voru komnir til sögunnar; þeir
mættu nokkrum sinnum á fundum nefndarinnar og höfðu
auk þess privat-fundi með þingdeildunum og einstökum
þingmönnum.
Þann 13. ágúst er dagsett álit nefndarinnar, og er
það all-rækilegt.
Nefndin viðurkennir það i áliti sínu, að það mundi
verða til mikilla umbóta á peningamálum landsins, að stofn-
aður væri banki í landinu með svo miklu fjármagni, sem
frv. gerir ráð fyrir, en tekur jafnfranit skýrt fram, að verzl-
unarsaga landsins ætti að vera búin að kenna þjóðinni,
að ekki mun ltolt að gefa útlendingúm leyfi og einkarétt
til slikrar verzlunar. Nefndin tekur það einnig fram um
seðla-útgáfuréttinn, að hann sé svo ábatavamlcgt fyrirtœki,
að landssjóður megi ekki afsala sér honum, einkum um
langan tíma, án þess að pjóðféldgid eða landssjóður fyrir
pess hónd njóti góðs af peim hagnaði, er seðlaútgáfa hefir
í för með sér.
Á hinn bóginn telur nefndin ekki liklegt, að auðið
sé, nú sem stendur, að koma hér á landi á fót hlutafé-