Andvari - 01.01.1900, Síða 97
91
lagsbanka með nægu fjármagni, er innlendir menn eigi
eingöngu yfir að ráða, en sé aðstoðar útlendinga leitað til
þess, atti eigi að gjöra það í frekara mæli en svo, að
stofnunina megi engu að síður innlenda kalla.
Nefndin verður því að játa það, ,að megin-atriðin í
frumv. gjöri það að verkurn, að henni virðist frumv. als
óaðgengilegt.
Nú voru því að eins tveir kostir fyrir hendi fyrir
nefndina; annar sá, að ráða til, að fella málið gjörsamlega,
en hinn sá, að gjöra þær breytingar við frumv., sem
annars vegar væru þess eðlis, að þeir herrar Arntzen og
Warburg, sem bundist böfðu fyrir málið, gætu gengið
að þeim, en hins vegar væru sæmilega tryggilegar fyrir
þjóðfélag íslands og landssjóð.
Þennan siðari kost valdi nefndin, en getur þess
jafnframt, »að húri geri sér ekkj vonir um, að málið geti
fengið framgang á þessu þingi, og telur enda heppilegra
• . . að láta það bíða . . . þar tfi stjórnin hefir fengið
tækifæri, að bera það undir álit bankafróðra manna; en
vill þó eindregið mæla með því, að frumv. sé tekið til
rækilegrar meðferðar í deildinni.
Aður en eg tek breytingartiílögur nefndarinnar til
ihugunar, vil eg í stuttu máli skýra frá, hvernig banka-
riiálum nú er fyrir komið í ýmsum löndum Norður-
rilfunnar, er næst okkur eru, því aö jafnvel þótt einangrun
Islands, stjórnarfar, samgöngur, strjálbygð og fátækt gjöri
það að verkum, að vér þoium engan samanburð við stóru
Þjóðirnar, þá er hitt þó víst, að vér þurfum og eigum
:lf þeim að læra, og velja það úr hjá þeim, sem oss
virðist, að öllu yfirveguðu, líklegast til að verða oss til
gagns og góða eftir staðháttum vorum og öllu ástandi.
Bngland. Aðal-bankinn er Englandsbanki í London,
stofnaður 1694 (siðustu bankalög 1844). Hann er hluta-
félagsbanki; hlutaféð um 260 milj. krón. llikið skuldar