Andvari - 01.01.1900, Page 99
93
Scfið út; af þeim er i umferð nálægt ioo milj. kr. nú
sem stendur). Bankinn borgar ríkinu árlega vissan hJuta
af gróða sínum; nam sú uppliæð árið 1898 11 milj. kr.
Hann liefir auk þess þá skyldu endurgjaldslaust, að vera
gjaldkeri ríkisins. Löggjafarvaldið hefir áskilið sér rétt
til tiunda hvert ár frá 1. jan. 1891 að telja, að kaupa
fasteignir bankans fj'rir bókfært verð þeirra og afnema
hann, eða kaupa hlutabréf hans eftir nafnverði þeirra, og
skal þá skifta varasjóði hans milli ríldsins og hluthafa.
Honum stjórnar bankaráð, er keisarinn útnefnir.
Hftiriit með stjórn hans hefir nefnd manna, er sambands-
ráðið sumpatt kýs og sumpart keisarinn, en ríkiskanslar-
tnn er forseti nefndarinnar. Hluthafiir kjósa 15 manna
ráð til þess, að hafa eftirlit fyrir sína hönd. Bankinn
tekur á móti fé á hlaupareikning, en gefur enga vexti af
því. Hann lánar gegn tryggum víxlum, lengst 3 rnánuði
°g iiandveði í rikisskuldabréfum og öðrum tryggum verð-
hréfum.
SvípjóÖ. Aðai-bankinn er Ríkisbanki Sviþjóðar i
Stokkhólmi frá 1668. Síðustu lög hans eru frá 12. mai
1897. Er þar ákveðið, að stofnfé hans skuli vera 50 milj.
krónur — auk fasteigna þeirra, sem hann á. Hann hefir
emkarétt til seðlaútgáfu, þó þannig, að privat-bankar þeir,
sem nú liafa seðlaútgáfurétt, geta haldið þeim rétti til
ársloka 1903. Hann á jafnan að hafa fyrirliggjandi í
málmi 25 milj. kr. og getur gefið út á þær 85 milj. kr.
1 seðlum. Bankinn tekur fé á hlaupareikning, en borgar
ekki vexti af því. Hann lánar gegn tryggum, samþyktmu
víxlum — alt að 6 mánuði — og gegn handveði í verð-
hréfum og gegn sjálfskuldarábyrgð, þó takmarkað. -
^ankanum stjórnar 7 manna ráð, er sumpart konungur
velur og sumpart ríkisdagurinn.
Noregur. Aðalbankinn er banki Noregs í Kristianiu,
stofnaður 1816. Hann er hlutafélagsbanld og er hluta-