Andvari - 01.01.1900, Síða 108
102
breytingum nefndarinnar og öðrum smábreytingum deild-
arinnar, er að sumu leyti dálítið aðgengilegra en hið upp-
haflega frumvarp, enda »má fyr rota en dauðrota«, en
ekki hygg eg að allir Islendingar muni vilja skrifa undir
það álit nefndar málsins í efri deild, »að banki með því
fyrirkomulaga í 'óllum atriðum, sem frumvarpið gjörir ráð
fyrir, mundi vera mjög æskilegur fyrir land vort«, »að
frumvarpið sé vel aðgengilegt yfir höfuð að tala og sé sam-
svarandi högurn vorum og þörfum«, og að »ákvæði frum-
varpsins um stjórn og fyrirkomulag bankans megi skoða
sem nægilega tryggingu fyrir því, að hagsmunum Islands
verði borgið«. Og einkennilegt er nefndarálit þetta einn-
ig að því leyti, að það staðhæfir svona sterklega í öðru
orðinu ágæti frumvarpsins, en í lnnu orðinu segir nefnd-
in: »Vér berurn að sjálfsögðu ekki fult skyn á það mál-
efni, sen'i hér er um að ræða, þvi að til þess útheimtist
sérstök hagfræðislag þekking, sem vér höfum engin tök á
að afla. oss«.
Þegar gengið er út frá því, að þessi hlutafélags-
banki muni verða arðsamt fyrirtæki, væri það æskilegt, að
landssjóður ætti sem flesta bluti í honum. En eg vil
taka undir með bankanefnd efri deildar í þvi, að mér er
ekki vel ljóst, »að hve miklu leyti landsjóður muni geta
hagnýtt sér þennan rétt með viðunanlegum kostum«-
Landsjóður á að vísu nokkurn viðlagasjóð, en hann er aö
mestu Jeyti í útlánum, og þó að hægt væri að losa nokk-
urn hluta hans, þá mun þingi og stjórn ekki veita af, aö
eiga hann til taks; enda eyðist hann fljótlega, ef. taka skal
af honum ioo þús. kr. á ári til þess að vinna upp halla
fjárlaganna, eins og útlit er fyrir að þurfi á yfirstandandi
fjárhagstímabili. »En landið á nokkurt jarðagóss, sem
hægt væri að innrita í hlutafélagsbankann og fá hlutabréí
út á« — kann einhver að segja. Svo er það, að. landiö
á jarðagóss, sem gefur því á ári í tekjur um 24,000 kr.;