Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 109
niá því ætla að það sé rúmlega V* milj. kr. virði, svo að
hlutafélagsbankinn mundi gefasvo sem ioo þús. kr. í hluta-
bré'fum upp á það, en það hossar litið upp í 2 milj. kr.,
það }u'ði ekki meira en V20 partur. Það rnundi því ekki
vera annað ráð fyrir höndum en að útvega sér alt að 2
milj. kr. lán einhversstaðar í útlöndum. Eg skal ekki
fara út í það hér, livort slíkt lán mundi geta fengist, og
þú með hverjum kjörum; en á það vil eg benda, að hr.
revisor Indriði Einarsson lét það álit uppi í 47. tölublaði
Isafoldar 1899, að ísland múndi ekki geta fengið slíkt
lán, nema með afarkostum, og hefir hann þó iýst sig
tneðmælían hlutafélagsbankanum.
Aftur á móti skal eg benda á það, að það er í
niesta máta ótilhlýðilegt -— eg vil ekki segja beinlínis
fjárglæfralegt — að ísland taki lán hjá erlendum þjóðum,
til þess að spekúlera með í bankafyrirtæki, sem að
meira en helmingi á að stjórna • í útlöndum og eftir
eðli sinu og fyrirkomulagi hlýtur að starfa aðailega er-
Jendis.
En setjum nú samt svo, að Island gæti fengið 2
milj. kr. lán, til þess að kaupa hluti fyrir í banka þessum
°g að menn álitu ekki slíka fjármálaþólitík neitt glæfra-
lega né ótilhlýðilega fyrir landsjóð. Indriði Einarsson
segir (ísaf. tölubl. 47, 1899), að skozkur bankamaður hafi
skrifað sér, að þeir mundu taka 7°/o af íslandi; en segj-
uni þó, að landsjóður mundi geta fengið lánið ódýrara,
fyrir t. a. m. 6°/o. Þá er það bert, að ef ísland á að
geta fengið nokkurn arð af hlutum sinum, sem endur-
gjald fyrir seðlaútgáfuréttinn, þá þurfa hlutabréfin að gefa
nieiri arð á ári en 6°/o. Eyrir því væri það ekki úr vegi,
nð leggja niður fyrir sér, hvað til þess útheimtist, að hluta-
bréfin geti gefið svona mikinn arð árlega eða meiri. Gæt-
nni þá fyrst að því, liver kostnaður muni hvíla á bank-
anum á ári og útibúum hans, miðað við frumvarp neðri