Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 112
io6
fasteignir lánar enginn seðlabanki, nema að eins bráða-
birgðalán, til fárra mánaða. Þeim er i flestum löndum
bannað það með lögum, svo að þeir geti á hvaða tíma
sem er, innleyst alla seðla sína á stuttum tíma, ef ótti
kemur upp (Panik) um tryggleik þeirra. — Hins ber og
að gæta, að banki, sem liefir io milj. kr. daglega úti alt
árið um kring til jafnaðar, hanh hlýtur að liafa langtum
meira fé uti á sumum tímum árs, þvi að eftirspurnin eft-
ir peningum er svo afar-mismunandi eftir árstímum;
stundum ausast peningar inn, stundum aftur út. Menn
kunna að segja: bankinn verður að lána gegn hærri vöxt-
um. Eg svara þvi svo: Hann mun ekki geta hjálpað
mjög upp kaupmannastétt og atvinnumálum Islands, ef
hann tekur hærri vexti; enda getur aldrei gróðinn aukist
neitt stórkostlega við það, þótt vextirnir hér d landi yrðu
settir hærra, því að Island getur ekki krækt i nema lítinn
hluta af öllum þessum io milj. sem þurfa að vera úti;
og svo mundi bankinn ekki verða hér á landi vinsæll, ef
hann liefði hér miklu hærri útlánsvexti en Kaupmanna-
hafnardeild hans hefir þar, en þeim vöxtum fær hún ekkiað
öllu leyti að ráða sjálf, heldur skapar alheimspeningamarkað-
urinn þar vextina, og þótt þeir séu nú sem stendur hátt
uppi, jafnvel yfir 5°/o, þá eru engar líkur til, að þeir haldist
mörgum árum saman þar svo hátt, heldur komist niður
fyrir 4°/«, eins og þeir hafa verið á síðustu áratugum*.
En jafnskjótt sem útlánsvextirnir komast niður fyrir 4°/o
í Danmörku, minka tekjur bankans að stórum mun frá
*) Disconto Englandsbanka frá 1871—1896 hefir aö
jafnaði ár hvert verið fyrir neðan 4°/0, nema 1872, 1873, 1882
og 1890. Þau ár var hún svo:
1872 komnt hún í 4.01°/0 að meðaltali
1873 — ---- 4.79% — -------
1882 — — - 4.16% — --------
1890 — — - 4.53% — --------