Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 114
io8
fá einhvern hæfilega stóran varasjóð. Réttast hefði verið,
að orða þessa grein frumv. á þann hátt, að varasjóður
Lándsbankans og aðrar skuldlausar eignir hans rynnu í land-
sjóð — eftir að sparisjóðsdeild Landsbankans hefði verið
sett á laggirnar sem sérstakur sparisjóður með varasjóði,
er nema skyldi t. a. m. io°/o af innstæðufé hans.
Hin 3. aðal-breyting hjá nefndinni er tvískift. —
fyrri hlutinn er sá, að 5000 krón. af ársgróða bankans
skuli renna í landssjóð 20 fyrstu árin eða þangað til
varasjóður bankans er orðinn 1 milj. kr. Eg skal nú
engum getum leiða að því, hvort fyr kemst að markinu,
árin eða krónurnar, en ekki skyldi mig undra það, þótt
árin yrðu fljótari en krónurnar, því að mergð þeirra á
eftir reglugjörðar-uppkasti því, er sést hefir, að vera að
eins io°/o af ársgróða-afgangnum, þá er borgað hefir
vcrið út 200 þús. krónur handa hluthöfum. Mikið mi
bankadeildin í Kaupmannahöfn græða, ef að sú upphæð
nemur 1 miljón kr. á 20 árum. Annars mun tillagan
um þessar 5000 kr. eiga rót sína að rekja til þess, að
Landsbankinn borgar landssjóði nú 5000 kr., eða i°/o í
vexti af seðlum þeim, er landssjóður lánar honúm. —
Þingmönnum hefir, eins og eðlilegt var, þótt hálf-kyn-
legt, að láta þó ekki landssjóð hafa vissa von um ltka
gróðaupphæð af þessum stóra seðlabanka, eins og hann
liefir nú af þessari takmörkuðu seðíafúlgu, sem að hann
lánar litla bankanum. En svo kemiir þessi makalausi
síðari hluti greinarinnar (14. gr ), er hljóðar svo: »Þegar
20 ár eru liðin frá stofnun hans (hlutafélagsbankans)
fellur það skyldugjald (5000 kr.) niður, en upphæð sú,
er samkvœmt reglugjörð bankans drlega c- r Aktieðin vara-
sjóði, rcnnur pá óskcrt i landssjóð*. Þetta, að látast vera
að leggja skatt á stofnun, en setja henni um leið í sjálfs-
vald, hve hár hann skuli vera árlega — (5 aurar?) og
segja, að reglugjörö sc til, sem allir vita, að cr ckki til, —-