Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 115
þetta hvortveggja er sjálfsagt eins dæmi í sögu löggjafar
vorrar og þótt lengra væri leitað. »Nægileg trygging
fyrir þvi, að hagsmunum íslands verði borgið!«, segir
nefndin í efri deild. Má ske alþingi ætli sér, að fara að
taka þá reglu upp, að láta gjaldendur sjálfa ákveða það
árlega heima hjá sér, hve háa skatta og tolla þeim þókn-
ast að greiða landssjóði.
Uppkast það til reglugjörðar, sem hiuir 2 dönsku
herrar bjuggu til, og ekki einú sinni var miðað við
frumvarpið eins og neðri deild gekk frá því, er eins
langt frá því að vera reglugjörð eins og framvarp, sem
þingmenn koma fram með á þingi, er langt frá þvi að
vera lög. Það er engin reglugjörð fyrir hlutafélagsbank-
3nn til fyrri en ráðaneytið hefir staðfest hana, sbr. 9. gr.
frumv. Annars er það hvergi tekið til í frumv., hver
semja skuli reglugjörðina, hvort fulltrúaráðið á að gjöra
það eða aðal-fundur hluthafa, eða þessir 2 dönsku herrar
eða hver. Og þessi reglugjörð er það, sem ekki er til
og enginn veit, hvernig á að verða til, sem á að
ráða því, hvort landsjóður fær að 20 árum liðnum nokk-
urn eyri af gróða hlutaíélagsbankans í þóknunarskyni
fyrir seðla-einkaleyfið eða ekki. Dásamlegt smíði, þessi
14. gr.
Hin fjórða og síðasta aðal-breyting nefndarinnar er
sú, að landssjóður skuli hafa rétt til, að kaupa alla hluti
bankans eftir markaðsverði, þá er bankinn hefir staðið í
40 ár. — Þessi ákvörðun er án efa sett inn i því trausti,
að næstu 20 alþingi skilji fjárhagslega betur við fjárlögin
en síðasta alþing gjörði, og hygg eg, að allir muni bera
hinar sömu vonir í brjósti.
Þessar eru helzt breytingar, sem nefndin í neðri
úeild og svo deildin sjálf gjörði á hinu upphaflega frumv.
heyndar taldi nefndin það enn fremur þýðingarmikla
breytingu, að sett var inn í frumv. ákvæði um, að bank-