Andvari - 01.01.1900, Síða 116
I IO
inn skuli hafa aðal-shrifstoju sina og varnarþing í Reykja-
vik. Um varnarþing bankans var ekkert talað i frumv.
sjálfu upphaflega, og lá þá beinast við, að varnarþing
liverrar deildar og útibús væri þar, sem það ætti heima
og starfaði. Það virðist og eðlilegast og hentugast, því
að auka-umsvif eru það og fyrirhöfn fyrir marm austur í
Múlasýslum, sem liefir sakir á hendur útibúi á Seyðis-
firði, að þurfa að lögsækja út af því aðal-deildina í
Reykjavík. Hið sama er að segja unl útlendan mann, er
missáttur verður við bankadeildina i Kaupmannahöfn, að
honum er ógreiðara að þurfa að sækja mál sitt í Reykja-
vík. Mér virðist því ekki þessi breyting vera til batn-
aðar.
»Aðal-skrifstofu sína i Reykjavik«. Hvað skilur
nefndin hér við aðal-skrifstofu ? Að líkindum sama, sem
að hér skuli vera aðal-bankinn, því að þetta orð er sett
í mótsetning við »útibú í hinum stærri kauptúnum Is-
' lands, einkum á Seyðisfirði, Akureyri og ísafirði«. —
Það litur ekki út fyrir, að nefndin hafi munað eftir
Kaupmannahöfn, en það gefur þó frumv. í heild sinni
tilefni til, og hinir 2 dönsku herrar hafa munað eftir henni,
því að 3. gr. í reglugjörðar-uppkasti þeirra hljóðar svo:
»Selskabets Værnething er lleykjavik. Det skal have
Kontorer i lleykjavik og Köbenhavn«. Og 4. gr. sama
uppkasts þannig: »Filialer i Ind- og Udland kunne (ekki
skal) oprettes efter nærmere Bestennnelse af Bankens
Repræsentantskab, fornemlig i Seydisfjord, Akureyri og
Isafjord«. Eg hefi nú þá skoðun, að þessir 2 herrar
skilji betur en nefndin í neðri deild fyrirætlanir pessa
hlutafélagsbanka, og fyrir því sé það réttara, að gjöra
Kaupmannahöfn að minsta kosti eins hátt undir höfði
og Reýkjavík. Bankinn á að byrja með 2 deildir, aðra
í Reykjavík en hina í Kaupmannahöfn. Eg hefi sýnt
fram á það að framan, að bankinn getur því að eins