Andvari - 01.01.1900, Page 117
III
notað seðla-útgáfviréttmn í stórum stýl og sér til verulegra
hagsmuna og gjört hann yfír höfuð að tala hluthöfum
arðberandi, að deild hans í Kaupmannahöfn verði sterk,
og geti útvegað seðlurn sínum markað þar, pví að seðla-
útgáfa á Islandi einu borgar ekki einu sinni kostnaðinn
við stjórn deildanna í Reykjavík og Kaupmannahöfn, auk
heldur meira, og enginn mundi fara að leggja hlut í
slíkan banka sem þennan, ef einskis annars arðs von
væri af honum en af því einu, að lána íslenzkum al-
itiúga út 5 eða 6 milj. kr. í gulli og seðlum þeim, er
ísland getur borið. Eg hygg þeim mundi þykja það gefa
of smáa vexti; því væri betur varið á annan hátt. Nei,
þeir sem gengist haíii fyrir þessu fyrirtæki, eru svo miklir
fjármálafræðingar, að þeir sjá, að til þess þeir geti haft
góðan arð af peningum sínum, þarf að nota seðlaútgáfu-
réttinn mikið, mjög mikið, því meira, þvi betra. Og til
þess er eini vegurinn, að nota útlandið. Aðal-krafturinn
getur því ekki verið hér á landi heldur erlendis, og fyrir
því er það ekkert annað en tómt mont, að setja inn í lög
slíks banka, að aðal-skrifstofa hans skuli vera í Keykjavik.
Skrifstofan i Reykjavík hefir heldur ekki sér til stjórnar
nema 5 fulltrúa, en skrifstofan í Kaupmannahöfn hefir 5
fulltrúa og ráðgjafa Islands.
Það gæti heldur ekki náð nokkurri átt, að kalla
fíeild bankans í Kaupmannahöfn útibú frá aðalskrifstofunni
1 Reykjavík, sem þó lítur út fyrir, að frumvarp neðri
‘ieildar hugsi sér. Útibú (Filial, myndað af latneska orð-
lnu filius, sem þýðir sonur) er haft um smábanka, er
einliver aðalbanki setur á laggirnar á öðrum stað en
hann er sjálfur, og að mestu er stjórnað frá aðal-
hankanum og gerir honum reikningssldl á fé því, er
hann fær hjá honurn til umráða. Halda menn máske,
5 manna fulltrúaráðið í Reykjavik eigi og geti fyrir-
skrifað 5 fulltrúunum og ráðgjafa íslands í Kaupmanna-