Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 118
112
höfn, hvort þeir megi gjöra þetta eða þetta? —- Eg held
það sé réttara, að halda sér við jörðina, og segja blátt
áfram, að deildir bankans skuli vera tvær, önnur í Kaup-
mannahöfn, er að sjálfsögðu heíir allan aðal-kraftinn, og
hin í Reykjavík; að því er stjórn snertir, liljóta þær
deildir að verða nokkuð sjálfstæðar, að minsta kosti
þangað til ritsímasamband er koíílið milli staðanna. —
Þegar fulltrúar beggja deildanna finnast á aðalfundi, geta
þeir talast við og komið sér saman um þau mál, sem
þurfa þykir.
Þessi 19. gr. frumv. neðri deildar ætti því að orð-
ast þannig, til þess að strika út alt montið:
Hin islenzka grein hautafélagsbankans skal hafa
aðal-skrifstofu sína i Reykjavík o. s. frv.
Fjármálafræðingar hafa lengi deilt um það, hvort
réttara væri, ef að eins einn banki í landinu hefði seöla-
útgáfurétt, að hann þá væri rikiseign eða hlutafélagsbanki.
Þjóðbönkum hafa menn fundið það til foráttu, að sagan
sýni það, að stjórnendunum liætti við á neyðartímum
að seilast of djúpt í kassann hjá þeim og vanbrúka svo
seðlaútgáfuna til þess, að reyna að bæta þeim það upp;
við þessu sé ekki hætt, ef hann sé hlutafélagsbanki, sem
■eigendur stjórni sjálfir.
Rás viðburðanna hefir valdið þvi, að mörg riki hafa
neyðst til þess, að fá einstökum mönnum seðlaútgáfurétt
í hendur; vegna styrjalda hafa þau lent i botnlausri
skuldasúpu, tekið lán hjá þjóðinni sjálfri á þann hátt, að
gefu út bréfpeninga gegndarlaust og takmarkalaust og þar
af leiðandi komist á gjaldþrotabarminn, þegar engin ráð
voru til að innleysa seðlana aftur af eigin ramleik. Þeg-
ar svo seðlarnir féllu í verði, — urðu sumstaðar ekki
meira virði en '/25 hluti nafnverðs —, fiýðu þær á náðir
auðmannanna og sögðu við þá: »eg skal gefa ýkkur