Andvari - 01.01.1900, Page 119
”3
■einkarétt til seðlaútgáfu í svo eða svo langan tíma, ef þiö
lánið mér nti svo og svo margar miljónir og leysið inn
seðlana mína með þessu eða þessu verði.
Orsakirnar til þess að hlutafélagið Englandsbanki
öðlaðist sín seðlaréttindi voru þær, að konungur Englands
hafði gripið í peninganauðum sínum til þess fjár, er auð-
ugir kaupmenn liöfðu fengið að geyma í kastalanum Tower
í Eondon; leitaði út úr þeim vandræðum hjálpar hjá auðugu
gullsmiðafélagi, er lánaði honum fé gegn 8°/o vöxtum og
veði í tekjurn ríkisins. En svo stóð konungur ekki i
skilum sakir styrjaldar og þar af leiðandi fjárþurðar og
fóru þá lánveitendur í mál við krúnuna og unnu málið.
Varð það þó að samningum, að hlutafélag myndaðist er
nefndist Englandsbanki og veitti krúnunni 2I1/* milj. kr.
lán, en tekk í staðinn rétt til að reka allskonar banka-
störf og gefa út bankaseðla fyrir allri Idnsupphœðinni.
Líkt er að segja um orsakirnar til þess, að þjóð-
hankinn danski fékk einkarétt til seðlaútgáfu í 90 ár, eins
og áður er ávikið. Ríkið liafði gefið út i peningavand-
tæðum sínum svo gegndarlausa seðlahrúgu, að þeir voru
fallnir í verði niður fyrir ’/io part nafnverðs; varð því
ríkið gjaldþrota 1813 og tók svo það ráð að stofna ríkis-
banka og leggja skatt á alla fasteign landsins til þess aö
útvega honum árlegar tekjur, svo að hann gæti grynt
bæfilega á seðlamergð þeirri, sem í veltu var. En fvrir
þessar álögur fengu eigendur fasteignanna einkarétt til
seðlaútgáfu í 90 ár og loforð um það, að þessi banki
sk}’ldi verða privatbanki, er þeir sjálfir stjórnuðu og var
þetta loforð uppfylt 1818. Eftir það nefnist bankinn
Þjóðbanki.
Þeir sem með þjóðbönkunum halda segja aftur, að
það sé vottur um vanstyrk og ótrú á eigin kröftum er
bið opinbera gripur til þess óyndisúrræðis, að gefa ein-
8