Andvari - 01.01.1900, Síða 120
"4
staklingum einkaréttindi í þeim tilgangi að efla með þvi
nytsemd félagsheildarinnar. I hugmyndinni að gefa einka-
rétt til seðlaútgáfu sé fólgin viðurkenning fyrir því, að
rétt sé að takmarka þann rétt, að ekki geti hver sem vill
notað hann sér til fjár, og þa verði það æðsta markmiðið að
ríkið sem heild hafi einkaréttinn og efli sjálft með hon-
um heill þjóðfélagsins, en kasti honum ekki i hendur ein-
stakra manna. Það byggist sent sé á tiltrú þjóðarinnar í
heild sinni, að bankaseðlar geta gengið manna á milli sem
góður og gildur verðmiðill og fyrir því hefir liver ein-
stakur meðlimur þjóðfélagsins rétt til þess, fjárhagslega
skoðað, að hann eigi lilut i ágóða einkaréttarins, sem er
sama sem að ágóðinn renni í sjóð hins opinbera, sé að
öllu leyti eign þjóðfélagsins i heild sinni.
Önnur hlið málsins er það, að það er öldungis ó-
tilhlýðilegt, að slík stofnun geri það að markmiði sínu, að
öðlast sem mestan ágóða, en það ldýtnr sú stofnun að
gjöra, sem er eign einstakra manna; hlutliafar eiga hcimt-
ing á pví. Við þetta myndast stríð »milli holdsins og
andans« hjá hlutafélagsbanka. En seðlabanki á eftir eðli
sínu og vegna einkaréttar síns að vera lífæð viðskiftanna
og traustur grundvöllur fyrir peningarásinni og miða alt
við hag þjóðfélagsins í heild sinni, og að því márkmiðiá
öll stjórn hans að stefna.
Nú á síðari árum er því sú skoðunin meir og meir
að ryðja sér til rúms um alla Norðurálfuna, að hvert ríki,
hvert land skuli hafa einn seðlabanka, er þjóðin sjálf eigi,
eða í öllu falli sé stjórnað aí rikisstjórninni (landstjórn og
þingi í sameiningu) svo að trygging sé fyrir því, að arð-
ur seðlaútgáfuréttarins að sem mestum lilut renni í sjóð
almennings.
Banki Frakklands er að sönnu hlutafélagsbanki og
hefir þó einkarétt til seðlaútgáfu. En eins og áður hefir
verið bent á er honum í framkvæmdinni stjórnað öldung-