Andvari - 01.01.1900, Page 121
”S
is eins og hann væri hreinn þjóðbanki. Hann hefir
frá upphafi gjört ríkinu ómetanlegt gagn og margborgað
því seðlaútgáfuréttinn og á síðustu neyðarárum Frakklands
1870—71 lánaði hann því 1425 milj. fr. gegn i°/o —
einu af hundraði — í ársleigu. Einkaréttur hans til seðla-
útgáfu var úthlaupinn 1897 og voru þá mjög margar
raddir á þingi Frakka fyrir því að gjöra hann að ríkis-
banka, en ástæðurnar fyrir því að það var ekki gjört vobu
meðal annara þær, að honum er stjórnað í framkvæmd-
inni eins og ríkisbanka, að timinn var orðinn of nauinur
til svo gagngjörðrar breytingar (umræðurnar urðu á þing-
árinu 1896—97), að */s hluti af öllum hlutabréfum hans
er eign ómyndugra, giftra kvenna og opinberra stofnana.
Niðurstaðan varð, að einkarétturinn var framlengdur um
23 ár, til 1920 en ýmsar nýjar kvaðir voru á hann lagð-
ar, svo sem: að innleysa fyrir ríkið kostnaðarlaust vaxta-
miða, að hafa á hendi fyrir ekki neitt sölu ríkisskulda-
hréfa, að smala slitnum og ofléttum málmpeningum í um-
ferð, og koma þeim kostnaðarlaust til peningásláttuhúss-
ms, að veita ríkinu árlega 60 milj. fr. vaxtalaust lán,
þangað til ríkistekjurnar kæmu inn, að borga í ríkissjóð
vissan árlegan hluta af tekjum sínum, — og margt fleira.
Allar þessar kvaðir var áætlað að mundu nema 147 milj.
ft- í þau 23 ár, sem leyfið þá var lengt eða yfir 6 milj.
fr. á ári.
Ríkisbankinn þýzki reis með lögum frá 1875 af
rústum prússneska bankans; sá banki var eign ríkisins og
hluthafa í félagi, en var að olhi leyti stjórnað af ríkinu.
En 1875 gátu menn ekki komið sér saman um hreinan
þjóðbanka, bæði af þvi að hann átti að vera miðstöð pen-
rngastraumsins fvrir alt sambandsríkið og vegna þess, að
1 lögunum voru sett ákvæði um, að hann ætti að borga
ríkinu 50/0 af þeirri seðlaupphæð, sem hann gæfi út fram
8*