Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 122
jfir víst takmark — en slíkt ákvæði, sem vera átti var-
nagli gegn því, að bankinn hefði ofmikið úti af seðlum
af gróðafíkn — var meiningarlaust, ef hann væri hreinn
þjóðbanki og allur arður hans rynni óskertur í ríkissjóð.
Samt áskildi ríkið sér rétt til tíunda hvert ár frá 1891 að
telja að kaupa út hluthafana. Ennþá hefir ríkið þó ekki
notað sér þennan rétt, en hefir látið sér nægja að setja
fástar reglur fyrir því, hvernig árságóða bankans skuli skiit
milli hluthafa og ríkisins, síðast með lögum 1889. Part-
ur ríkisins af ársgróðanum var 1897 10 milj mk. og 1898
12. milj. mk.
Noregs banki hefir nokkuð svipað fyrirkomulag.
Þótt hann sé hlutafélagsbanki er honum, eins og áður er
tekið fram stjórnað af m'önnum, er ríkið skipar, og sem
ekki þurfa að vera hluthafar í honum. I lögum hans eru
og settar fastar reglur fyrir því, hvernig skifta skuli árs-
gróðanum milli hluthafa og ríkisins. Reglurnar eru þær,
að fyrst er lögð viss uppliæð til varasjóðs, síðan fá hlut-
hafar 6°/o af lilutafé sínu, en það sem þá verður afgangs
fær ríkið að hálfu, en hluthafar að hálfu, þó þannig, að
þá er hluthafar hafa alls fengið io°/o af hlutafé sínu fá
þeir ekki til skifta nema ’/4 part af afgangnum, en ríkið
3/<i hluta. Auk þess á bankinn að borga ríkinu 5°/o at
þeirri seðlaupphæð, sem hann gefur út fram yfir vissa
tiltekna upphæð (24 milj. kr. ótrygðar með málmforða).
Rússland, Finnland og Búlgaría eiga þjóðbanka með
einkarétti til seðlaútgáfu. A sömu leið er Sviss.
Holland, Belgía, Austurríki, Ungarn, Grikkland, Ítalía,
Spánn og Portúgal hafa öll seðlabanka, sem heita má,
að hafi einkarétt, og standa þeir að meira eða minna
leyti undir valdi og áhrifum þinga og stjórna, er láta
seðla-útgáfuréttinn með ýmsu móti gefa ríkinu hlut í
ársgróðanum.
Einkaréttur þjóðbankans danska útrennur 1908, og