Andvari - 01.01.1900, Síða 124
uppkastið gerir ráð fyrir, að þeir 5 í bankaráðiuu, sern
hluthafar eiga að kjósa, séu valdir á aðalfundi, (eftil vill?)
i fyrsta sinn á fyrsta aðalfundi, stofnfundi félagsins. —
Þeir 2 dönsku herrar, er einkaréttinn fá til áð stofna
bankann, geta ef til vill sjálfir samið reglugjörðina, og i
öllu falli geta þeir ráðið því, hvar liinn fyrsti aðalfundur
verður haldinn, og þar eð allar likur eru til, að hluthafar
aö 3/ð hlutum verði að mestu leyti utlendingar má ganga
að þvi sem vísu og sjálfsögðu, að fyrsti aðalfundur, sem
ef til vill á að kjósa f)-rstu 5 menn í bankaráðið, verði í
Kaupmannahöfn. Það eru þvi ekki miklar likur til þess,
að Island geti ráðið miklu um það, hverjir þessir 5 menn
verða. Þessi fyrsti aðalfundur verður það að líkindum,
sem leggur smiðshöggið á reglugjörð bankans, og er
þannig bersýnilegt, að Island muni ekki geta ráðið miklu
um það, hvernig henni verður komið fyrir, og þó að
vér eigum ofurlítið ráðgjafabrot úti í Danmörku, megum
vér ekki vænta þess, að liann dragi vorn taum á móti
Dönum, ef hagsmuni beggja greinir á. Fyrir því er það
svo afar-viðsjált, hve frumvarp neðri deildar er ófullkomið,
sbr. 14. gr. þess t. a. m., og þar af leiðandi, hve vítt
svigrúm reglugjörðinni er ætlað. Hn alt þetta stafar af
því, að hið upphaftega frumvarp er miðað eingöngu viö
privatbanka-fyrirkomulag, en undir þeim kringumstæðum
er óþarft, að lögin sjálf innihaldi annað en að eins
beinagrindina. En sé um ríkisbanka að ræða eða þá
sambland af ríkisbanka og privatbanká, eins og frumvarp
neðri deildar er, getur hið opinbera því að eins tryggt
sinn rétt, að lögin séu all-nákvæm, því að hitt er ekki
síður varúðarvert, að þingið fái fáum mönnum í hendur
alt vald sitt, atkvæði, er samsvaraði hlutafjölda landssjóðs-
ins, eins og stungið var upp á í neðri deild, en féll þar.
Hf því landssjóður á að verða svona stór hluthafi 1
bankafyrirtæki þessu, er það öldungis nauðsynlegt, að