Andvari - 01.01.1900, Page 125
taka upp i lögin sjálf langt um fleiri atriði, heldur en
gjört var 1899. Utlendir hluthafar- geta ógn vel sett inn
i hina fyrstu reglugjörð ýms ákvæði sér i vil, sem ti-
mögulegt væri að breyta siðar á aðalfundum, til þess þurfi
t- a. m. svo stóran meiri hluta. Það er alt of mikið
léttlyndi af þingi, að kasta svo mjög valdinu frá sér í
hendur — ef til vill útlendra auðmanna, sem að sjálf-
sögðu hugsa meira um eigin hag en Islands hag. —
Þetta hafa allar þjóðir hugfast. Bankalög Frakka og Þjóð-
verja eru ákaflega nákvæm og sama er að segja um
hankalög Englendinga, sem eru þó frá 1844. Og þó
þurfa slíkar þjóðir ekki að óttast, að útlendingar verði
þeim of-jarlar, og að sjálfst'æði þeirra kunni að vera i veði;
°g þar er ekki heldur að ræða um banka, sem hafl aðal-
fjármagn sitt í öðru landi, og meira en heiming stjórn-
endanna.
Svo framarlega, sem Island á að ganga i félag við
utlenda auðmenn um stofnun hlutafélagsbanka með einka-
rétti til seðlaútgáfu, þá verða Islendingar að hafa það
hugfast, eins og allar þjóðir hafa haft það hugfast:
að tryggja sér réttinn til að geta ráðið mestu um
stjórn þess banka og alt aðal-fyrirkomulag, og
2-, að búa svo vel um hnútana, að landssjóður, landið
i heild sinni, njóti sæmilegs hluta af seðlaútgáfu-
arðinum.
Þetta hvortveggja er liægt að tryggja sér á tvennan
laátt: annaðhvort með því, eins og Frakkar og Englend-
lngar, að hafa bankalögin mjög nákvæm og tæmandi,
svo að ráðrúm reglugjörðarinnar verði sem minst, enda
askilja þingi og stjórn rétt til að grípa inn í, og skipa
fyrir um stjórn og framkvæmdir bankansj enda þótt
hluthafar að nafninu til hafl bankans ráð í hendi sér,- —
eða pá með því, að fara eins að og Þjóðverjar og Norð-
nienn, að láta þing og stjórn hafa tö'glin öll og hagld-