Andvari - 01.01.1900, Page 126
120
irnar, velja alt bankaráðið, en tryggja hluthöfum vissa
vexti af hJutum sínum, er séu eklci minni árlega en ein-
hver tiltekin upphæð og geti, þá er vel gengur, orðið
svo eða svo há, og gefa þeim einnig eins og Þýzkaland
gjörir eitthvert ráðgefandi vald og eftirlitsvald.
Þessi skylda, að tryggja hagsmuni og réttindi þjóð-
ar sinnar og eigin lands síns virðist mér ekki hafa verið
nægilega vakandi fyrir augum alþingis 1899.. Og af þvt
stafar það, að frumv. neðri deildar er hvorki fugl né fiskur.
Það á ekki að stofna þjóðbanka, er landið eigi eitt (Svíþjóð);
það á ekki að stofna privatbanka, er privatmenn eigi einir
(Danmörk); það á ekki að stofna privatbanka, er privat-
menn bæði eigi og stjórn (England), og sem landið gefur ná-
kvæmar reglur og áskilur sér með glöggum lögum viss-
an árlegan arð af (Frakkland); það á ekki að stofna priv-
atbanka, er þjóðfélagið stjórni sjálft (Noregur) og sem
hluthafar geti liaft eftirlit með og verið ráðgefandi við
(Þýzkaland); - nei, ekkert af þessu, heldur á að stofna
hrærigraut afþjóðbanka og seðlabanka, er stjórna á af hræri-
graut af privatniönnum og þingi og landstjórn eftir einhverri
reglugjörð, sem enginn veit, liver semur og hvernig verður.
Og seðlaútgáfu-réttinum á að lcasta burtu, án þess pingiif
geti haft nokkurt atkvæði um, hvort landssjóður fái
nokkurntima nokkrar tekjur af honum. Eg tel satt aö
segja ekki þessar 5000 kr., sem laumað er inn i 14. gr.
frumv., sú upphæð er svo lúsarleg, og á auk þess ekki
að endast nema i 20 ár, án þess nokkur vissa sé fyrir
því, að þá komi nokkuð i staðinn.
Ef ísland á að leggja 2/s parta i hlutafélagsbanka,
taka 2 milj. kr. lán til þess, en fær þó ekki sjálft, að
stjórna honum að öllu leyti, þá verður það í öllu falli,
að setja þegar í upphafi inn i þau bankalög nákvæmar
reglur um alt fyrirkomulag hans, t. a. m. hvar aðal-
deildir hans skuli vera og livar útibú, hvernig kosnir