Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 128
122
slíkum hlutafélögum, svo að þeir geti jafn-skjótt, sem
þeim sýnist, losnað aftur við hluti sína ;i þann hátt, að
selja þá á mörkuðum, og náð fé sínu inn, þegar þeir
hafa brúk fyrir það. En eins og nærrí má geta, er ógnar
hætt við, að hlutabréf í fyrirtækjum hér á Islandi muni
seint eiga hægt með að afla sér slíks markaðs erlendis,
að nokkur seðlabanki muni þora, að festa tnikið af fé
sinu í þeim.
Af þessu eðli seðlabankanna, sem eg hefi hér sýnt,
ætla eg að það geti verið mönnum ljóst, að mjólkurbú
og jarðabætur og fiskiveiðafélög á Islandi megi ekki gera
sér fjarskalega glæsilegar vonir um það, að hlutafélags-
bankinn muni vilja festa mikið af fé sínu hjá þeim, hversu
margar miljónir, sem stofnfé hans verður. — Peningaekla
i landi á rót sína venjulega að rekja til annara orsaka en
þeirra, sem banki getur bætt úr til langframa. Bankar
geta að sjálfsögðu bætt úr i svip, en þeir skapa enga
peningalind. Það eru afurðir landsins, landbúnaðar, sjáv-
arútvegs og iðnaðar, sem er lindin. Seðlabankar getaörf-
að í bráð lindina með fjárframlagi, en þau not eru því
að eins varanleg, að hjálp þeirra sé notuð á arðsaman
h'átt, fénu sé varið til aukningar afurðanna. En bankar
kaupa ekki ull eða dúka eða fisk eða smjör, og þeir hækka
hvorki né lækka verð á vörum. Peningaeklan á Islandi
nú á síðustu árum, er þvi að kenna aðallega, að framleið-
endur hafa ekki fengið það verð fyrir afurðir búa sinna,
að afgangur hafi verið, þegar lifsnauðsynjunum þeim brýn-
ustu ljefir fullnægt verið, og kröfurnar til lífsins eru all-
stórar orðnar nú á timum. Til þess að bæta úr peninga-
eklunni, þarf því helst af öllu betri sölumarkaði, einnig
það, að mönnum takist að framleiða vöruna svo ódýrt,
að meiri verði en nú er munúrinn á framléiðslukostnaðx
og söluverði. Eða þá í þriðja lagi meiri sparnaður. Til
þess að þetta verði, geta hentng lán aö sjálfsögðu hjálpað,