Andvari - 01.01.1900, Síða 129
123
en þan lán þurfa bæði að vera ódýr og til langs títha, og
fyrir því er efasamt, að byggja mjög glæsilegar vonir i
því efni á hlutafélagsbankanum, eftir því fyrirkomulagi,
sem á honum á að verða.
Eg hefi séð þvi haldið fram, að hlutafélagsbankinn
’nuni laga islenzku verzlunina, breyta henni úr vöru-
skiftaverzlun í peningaverzlun. En á það hefir ekki verið
hent, lrvernig hann mun'i fara að þvi. Það er ekki af
peningaskorti á heimsmarkaðinum eða hjá oss, að verzl-
unin heiir ekki enn breyst á þennan liátt, heldur á það
alt aðrar rætur. Hjá oss er verzlunarfyrirkomulagið það,
að hver einstakur kaupmaður hefir á boðstólum nær því
allar vörutegundir, sem hvert heimili þarfnast, og tekur
aftur á móti sem borgun allar þær vörutegundir, sem
hvert heimili hefir fram að bjóða. Verzlunarsamkepnin
liefir nú valdið því, að vöruskiftakaupmenn bjóða og geta
hoðið hærra verð fyrir innlendu vöruna, sé tekið út á
hana í útlehdum vörum, heldur en sá getur boðið, sem
horgar hana n.éð peningum. Að sjálfsögðu nær vöru-
skiftakaupmaðurinn sér aftur niðri á þann hátt, að hann
selur útlendu vöruna dýrari gegn vörum en gegn pening-
11 >h. En samt sem áður er það margur, er lítur svo á
þetta: »eg fæ þarna io aurum meira fyrir hvert pund af
hllinni minni en hjá þeim, sem borga hana með pen-
lngum. Eg þarf að kaupa mér útlendar vörur fyrir and-
Vlrði ullarinnar, og úr þvi að eg get fengið þær hjá kaup-
■hanninum, sem gefur mér hærra verðið fyrir ullina, verð-
llr mér það eins drjúgt að verzla við hann með hana,
eins og að fara með aurana í búðirnar og kaupa fyrir þá«.
Auk þess er það skuldaklafinn, sem bindur. Þegar menn
þafa þurft að fá sér lán á lán ofan hjá kaupmanninum
UPP á væntanle gar vörur, þegar þær verða til, eru menn
€kki frjálsir að fara með vörur sinar hvert sem þeim
þóknast á eftir, nema hægt sé við sama tækifæri að borga