Andvari - 01.01.1900, Side 130
124
kaupmanni um leið að fullu skuld sina. En það er flest-
um ofvaxið og hafa samt nægilegt eftir, til að geta birgt
sig upp með nauðsynjar sínar. Til þess því að þetta
verzlunarástand hreyttist, þyrfti »stóri bankinn* fyrst og
fremst að lána bændum Islands alla þá upphæð, sem þeir
skulda við verzlanirnar eitthvert vorið, svo að þeir gætu
notað sumarinnlegg sitt og haustinnlegg, til þess að birgja
sig upp með nauðsynjar til næsta árs, og þurfa ekki að
taka lán á ný. Og þó væri þetta ekki einhlítt meðan
kaupmönnum er ekld bannað að hafa vöruskiptaverzlun
og meðan mönnum er ekki bannað að stofna sér í skuld-
ir á ný. Alt væri hægra viðfangs, ef hver kaupmaður
verzlaði með vissa vörutegund, eins og venja er til í út-
löndum, einn með kornvöru að eins, annar með kaffi og
sykur, þriðji með járnvöru, fjórði með dúka o. s. frv.,
og liver um sig hefði að eins verð miðað við peninga.
Og enn þá hafa löggjafar landsins ekki trcyst sér til að
reyna að koma þessu á með lögum. Allir hinir stærri
kaupmenn landsins geta haft næg peningaráð, ef þeir vildu
kaupa ísl. vörur fyrir peninga, en Ifitt þykir þeim auð-
sjáanlega borga sig betur að hafa vöruskiptaverzlun, og
fyrir því nota þeir þá aðferð, senda heldur út þá peninga,
sem þeir fá inn í verzlun sína, heldur en að kaupa ísl.
vöru fyrir þá. Nú á síðari árum hefir þó talsvert mikið
af íiski verið keypt fyrir peninga, og eins veit eg til, að
einn kaupmaður hér í Reykjavik bauð peninga fyrir ull
sumarið 1899, en honum bauðst litið, þvi. að menn litu
á vöruskiftaverðið. — lif ekki væri annað að en það, að
lysthafendur að ísl. vörum vanti peninga til að borga þær
meö, þá getur banki læknað, lánað út á slikan vörufarm,
en að fiski undanteknum, liefir ísl. varan verið á siðari
árum i svo litlu áliti á markaðinum erlendis, að þá menn
hefir vantað, sem löngun hafa haft til, að eignast hana