Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 134
128
með áhuga og læt eg nú eftir áskorun frá ýmsum mönnum,
almenningi hér með i té hið helzta, er reynsla mín hefir
sannað, að gæta þurfi í þeim efnum.
I. fíogaveiði.
Sú aðferð, að veiða refi í boga, hefir áður verið tal-
in fyrirhafnarlítil móts við aðrar, en er nú samt víðast
næstum algjörlega undir lok liðin, sem eg tel mikinn
skaða.
Hið allra helzta, sem við hana skvldi athuga, er:
Fyrst sé tekin fjármylsna, blönduð moðsalla, og borin
þangað, sem hefir verið valinn staður til að leggja bog-
ann, og skyldi hann ætíð vera nokkuð langt frá bæum
og helzt þar sem hátt ber á. Að mylsnan sé svo látin i
3—4 staði, þannig, að hver haugur sé flattur út, oggjörð-
ur sem líkastur bogabæli. Skal svo að hverjum haug
draga æti, t. d. hráa lifur (í poka), kjöt e. þ. I. Skal svo
láta refina vitja ætisins 3 nætur, áður boginn er lagður,
sem er gjört ofan i mylsnuna eða móldina, svo djúpt sem
verður; undir rifin að framan sé lagður flatur steinn, og
sömuleiðis undir hjöltin að aftan. Hæfilegt er, að bog-
inn sé svo djúpt grafinn, að agnpípan hyljist. Aður en
moldinni er jafnað yfir bogann, skal breiða vandlega skinn
eða grápappir ofan á hleypijárnið og lásinn. Stundum
ber við, að refir eta alt innan úr bognahringnum, nema
agnbitann. Orsökin til þess er sú, að sá bitinn er mest
handleikinn, þá hann er þræddur á. Skyldi því ætið varast, að
handleika agnbitann, nema sem allra minst. Má t.d. skera
hann til á fjöl, og halda við hann með spýtu í annari
hendinni, þá nálinni er stungið í, og endinn falinn. All*
ir bitar í boganum skulu vera sem líkastir á stærð, og
kring um hann ættu að liggja aðrir bitar smærri, til að
ginna refina að. Áður gengið er frá boganum, skal ná-