Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 135
129
kvæmlega breiða moldina yfir, svo engin verks ummerki
sjáist á þeim haug, fremur hinum. Ilát til að bera í
moldina skyldi ætið liaft hið sama, og sömuleiðis sérstak-
ir skór til að ganga á, sem hvorttveggja skal geymt í
fjárhúsum, meðan á veiðinni stendur. Til þess refirnir
eigi finni járnlykt að boganum, skal hann ætíð vandlega
makaður í feiti (hrossamerg, andanefjulýsi e. þ. 1.), er
hann er lagður.
2. Refadráp á grenjum og ráð til að ná út yrð-
lingum.
A gren, er liggja í heimalöndum eða búfjárhögum,
er ætið bezt að fara siðla dags, og einkum um þann
tím.a, sem fé er rekið saman; því oft skeður, er refir eru
á slikum grenjum orðnir svo hund- og mannvanir, að þeir
hrökkva við smalamensku heim á grenin. Er þá oft
heppilegt fyrir skyttuna, að vera kornin á undan þeim,
Þar þau þá eru grunlaus um mannkomu heima, en hlaupa
að greninu með hraða. Þá skyttan kemur á grenið, skal
hún fara að öllu með mestu varúð. Láta engan hávaða
heyrast heim á grenið, og koma ætíð móti vindi, svo
enga lykt leggi heim. Skyldi svo leynast við stein eða
harð ögn frá greninu og bíða lítið eitt til njósna. Verði
skyttan einskis vör, gengur hún heim að greninu með
Þeirri varúð, að ekki heyrist fótatak, velti til steinn eða
annar hávaði heyrist. Leggjast siðan niður að þeim
munnanum, sem mestur umgangur virðist um, en liggja
Þó ætíð svo haganlega með hendur og fætur, að fljótlega
verði gripið tilf ef með þarf. í inngangsmunnanum skal
skal gapa og hvæsa eftir móðum hundi, svo títt og þungt,
sem unt er. Þetta líkist því, þá dýrið ltemur hlaupmótt
'hr ferðalagi sínu. Takist þessi eftirherming, heyrist sam-
9