Andvari - 01.01.1900, Side 136
stundis þrusk inni í greninu. Skal þá fara með hægð úr
grenmunnanum, en láta þó sömu mæði heyrast inn, og
blanda þar við eins konar vinahljóði, lágu, en skræku, til að
herðaá yrðlingunum út. Koma þeir þá tíðast allir út ýlfrandi,
og þarf þá að viðhafa snarræði að taka þá, því oftast er
þá annað eða bæði dýrin samstundis komin í skotmál, ef
þau hafa heyrt til yrðlinganna. Komi bæðidýrin í senn,
er áríðandi að skjóta fyrst hið styggara, sem strax er aug-
Ijóst, hvort er. I.endi skotið fyrst á gæfara dýrinu, er
venjulegast mjög ilt að ná hinu á eftir. Þar á móthefir
oft lánast, að ná hinu gæfara samstundis á eftir með því
að veita því litla eftirför, eða láta yrðlingana kalla það
heim, sem gerist þannig: Er yrðlingarnir hafa veriö
teknir, eru þeir látnir i poka, en gæta verður að þeir hafi
nóg rúm. Síðan eru þeir bornir á þann stað, sem skytt-
an hefir aðsetur sitt. Þar eru þeir látnir í næði, méðan
mesta hræðslan hverfur, svo þeir fái matarlyst. Þeim er
þá gefið volgt fuglakjöt, sem þeir þó því að eins eta, að
vel sé farið með þá og hræðslan sé litil. Sé þar á mót
illa farið með þá, verða þeir ónýtir til að kalla dýrið að,
eða jafnvel drepast úr hræðslu. Lánist að fá þá til að
eta, hverfur hræðslan svo, að hægt verður að ganga úr
skugga um, hverjir eru kjarkbeztir. Hinir eru svo drepn-
ir, en þessir eru æfðir við meðferðina, sem má eigi vera
harðneskjuleg, heldur verður að fiira að þeim með lagi-
Loks skal taka í eyru þeim, og blása stutt og snögt
framan í þá. Þegar þeir þá að eins ljúka upp gininu, en
þegja, skal klípa snögt í eyrun og blása títt framan i þá,
þar til skrækur kemur. A þessu verður svo að herða,
þar til hljóðin verða jöfn. Rennur þá- dýrið að með
hraða, og oft svo, að það er í 4—5 faðma færi. Þessi
aðferð mun oftast sjálfsögðust við að ná síðara dýrinu
undir þessum kringumstæðum.