Andvari - 01.01.1900, Síða 137
I.5I
Séu nú aftur gren þau, er vinnast eiga, á heiðum
eða í óbygðum, kemur ýmislegt annað til skoðunar. Af
hestum skal ætíð spretta svo langt frá greninu, að engmn
undirgangur heyrist heirn. Velja sér síðan hentugan stað
í skotmálsfjarlægð frá greninu, og haga sér með yrð-
lingaveiðina sem áður er sagt. Þegar dýrsins svo ervon,
er réttast að fara spölkorn frá greninu, sem þó hvorki
má vera undan vindstöðu né í, heldur til hliðar, því ætíð
má eiga víst, að dýrið kemur móti áttinni að greninu
síðast, úr hvaða átt sem það áður lreíir komið. Slika
króka gera þau á leið sína, til að geta þefað, hvort nokk-
ur ískyggileg lykt sé af greninu. Það er oft vani skot-
manna, að bíða í þessurn kringumstæðum heima á gren-
inu, þótt slíkt sé hin mesta fásinna, eins og hér er sýnt
fram á. Getur af því orsakast, að gren aldrei vinnist,
þótt þau með hinni aðferðinni máske hefðust á i klukku-
tíma.
Vanalega má fara nærri urn, hvaðan reíir koma að
grenjum, þótt logn sé, og fer þá eftir því, í hvaða átt frá
greninu sýnist vænlegast til fanga fyrir þá. Sé t. d.
bygð annars vegar við grenið, skal skyttan leynast í gagn-
stæðri átt. Oft ber við, að grenjadýr leggjast á lambfé,
þegar fram á vorið kemur, þá þau eiga gren nálægt
bygðum, t. d. í fjallshlíðum; en við slík gren er oft ilt
um fylgsni fyrir skyttu og vökumann á hentugum stað í
nánd við grenið. A slíkum grenjum verður ætíð að haf-
ust við fyrir ofan grenið. Standi þar að auk svo á, að
vindur standi á hlið eða logn sé, má telja þess konar
gten auðunnið. Bólstaðurinn er þá tekinn við stein eða
í laut í hæfilegri skotmálsfjarlægð. Skal svo hlaða vegg
úr steinum og gamburmosa, og láta það snúa að greninu,
er upp snýr á jörðunni, svo engin litbreyting sjáist á
Rarðinum frá jörðinni í kring. A sama hátt skulu öll
9*