Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 139
i?3
þar til heyrist eða sést, hvert dýrið stefnir, því þar eftir
verður að færa sig.
Enn er að minnast á þau dýr, sem styggust eru
og verst viðureignar fyrir þá sök, að þau hafa sloppið af
grenjum og mætt hvekni fyrirfarandi ár, og eru þau dýr
vanalega hinir mestu bitvargar. Gren þeirra eru vanalega
fjarlæg bygðum, og aldrei skyldi yfirgefa þau úr því
fundin eru, sem bezt er og með öll gren, fyr en skytta
er fengin, sé hún ekki með í fyrstn.
Við þessi gren er það sérstakt, að leggjast skal
heima á þau, því eigi þarf að vonast eftir dýrum þeim
nær greninu en stekkjarveg eða stutta bæjarleið frá, hvar
þau helzt staðnæmast á hólum og hábörðum. Þegar
fyrstu nótt, sem legið er á greninu, heyrast óhljóð og
öskur frá dýrunum, og verður þá að veita nákvæma eft-
irtekt, hvar þau hafa oftast viðnám, sem vanalega er við
steina eða urðarhryggi. Þangað skai svo fara daginn eftir
og hlaða upp mosabyrgi, sem áður er um getið, sem
skotvígi. Þegar skyttan fiytur i byrgið að kveldi, skal
itún ásamt vökumanni ganga undir ábreiðu og hafa með
sér yrðling. Skyttan iegst svo í byrgið, en vökumaður
snýr með yrðlingiun heim á grenið aftur þá leið, er hon-
nni er tilvísað, og hefir hávaða nokkurn á leiðinni. Bezt
er að flytja með sér vanda yrðlinga á gren þessi, eink-
11 ni ef mishepnast kynni að ná þeirn úr greninu.
Þegar svo yrðlingurinn hjá vökumanninum hljóðar
^ýrin að, þá náttar, munu þau vinnast úr byrginu, þótt
eigi verði ætíð bæði hina sömu nótt.
3. Rejir, sem leggjast á lambjé.
Er dýr leggjast á lambfé fyrir og um stekktið, skai
strax srnala saman öllu fénu, passa það sem bezt, en reka
síðan að kveldi á þann stað, er dýrið drap siðastá. Elelzt