Andvari - 01.01.1900, Page 140
134
skyldi f>á skvttan leynast eftir, en rnegi hún eigi liggja
þar, sakir vindstöðu, og landplássi lieldur eigi svo háttað,
að þangað megi leynast, verður skyttan að bíða álengdar
með mann og hest, og þegar svo sést til dýrsins, skulu
báðir tvímenna á hestinum til fjárins, en haga svo leið,
að eigi leggi lykt til dýrsins. Að þessu búnu fer fylgd-
armaður ríðandi heim aftur, og veitir dýrið honum oft
eftirför, til að ganga úr skugga um, hvort sér muni ó-
hætt að ganga að fénu; og á meðan getur skyttan búið
um sig.
I öðru lagi liefir oft gefist vel, að vinna þessi dýr,
séu þau orðin grenföst, með því að liggja nálægt lamb-
skrokk þeirn, er siðast var drepið, því ætíð má eiga víst.
að dýr vitja leifa sinna, sé alt fé passað svo, að ekki ná-
ist i nýja bráð. Varast skal þá að ganga að ræflinum,
og alls eigi snerta hann, né heldur nein æti, sem menn
ætlast til að dýr séu unnin við. Geti nú skyttan vegna
landslags eða vindstöðu eigi legið i skotfæri frá slikum
ræflum, hlýtur hún að leynast lerigra frá, og bíða,
þar til dýrið kemur. Má þá strax sjá á aðförum dýrsins,
hvort það ætlar að taka alt, sem eftir er, eða skifta því
og fara með nokkuð. Ætli það að skifta, tekur það oft
dálitinn tíma, og þá skal sækja fast að á meðan, en var-
ast þó vindstöðu. Hafi dýrið þar á mót enga viðdvöl,
skal veita þvi eftirför, og er þá vart efamál, að dýrið
vinnist.
4. Rcfadráp við ræfla uin víðavang.
Þegar bitvargar leggjast á beitarfé, liggur beinast við.
að vinna þau dýr við þá ræfla, er fyrst finnast, og þarf
því vandlega að gæta þess, að dýrið ekki nái í arinað æti.
Að ræflum þessum rná eigi ganga fyr en skyttah" kemur.
Eigi má hún svo ganga þeim megin að, sem dýfið renn-