Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 141
*35
ur, heldur undan vindi, svo mannaslóð verði ekki á leið
dýrsins, })á það rennur á goluna að ætinu. Hafi skyttan
eigi völ á skýli í skotmálsijarlægð frá ræflinum, skal taka
hann, slá um horn eða háls honum bandi, og draga hann
riokkra faðma í vindinn, en skilja þó eftir mör og kjöt-
agnir í bóli hans. Eftir að ræfilhnn hefir þánnig verið
dreginn nokkuð í vindinn, skal breyta stefnu hér um bil
hálfan .vind, þar til fæst hentugt pláss til að liggja við
stein, vörðu, klett, e. þ. 1. Þangað skal síðast draga und-
sn vindi svo sem skotmálsveg, en á allri leiðinni skal
smámsaman skilja eftir litla kjötbita, til að ginna dýrið,
en sem þó ekki má handfjalla, héldur skera þetta sundur
á svelli eða klaka. Aður skilið er við ræfilinn, skal draga
hann dálitinn þverkrók í nánd við vígi það, sem valið er,
svo dýrið fylgi sem fastast slóðinni. Alla mannaferð í
nánd við staðinn verður að forðast, meðan á þessustend-
tir, og bezt að skvttan sé ein við slíka veiði. Við þessa
nðferð er svo margt að athuga, að rúmsins vegna hlýtur
■'Sumt að vera ónefnt. En hepnist nú eigi, að dýrið gangi
eftir slóðinni að ræflinum, verður næstu nótt að velja sér
aðsétur langt frá á lientugum stað, til að sjá ef dýrið
f cniur. Hepnist þá að fá það að ætinu, sk}7ldi bíða
'neðan það etur lyst sína, ef eigi hagar svo landslagi, að
hægt sé að komast leynilega að því, meðan áþví stendur,
én þess að fara i veðurstöðu. Eftir að dýr hafa etið fylli
■sína, verða þau vanalega spök og löt, og leggjast fyrir,
er þau hafa forðað sér eitthvað á burt frá mannavegum.
Verður því skyttan að veita þeim leynilega eftirför, er
þau yfirgefa ætið, en gæta þar við allrar varúðar. Var-
færir og vitrir refir velja ætíð þessa hvíldarstaði sína við
steina upp á hólum eða hábörðum, til að geta séð sem
hezt yfir. Verður því skyttan að bíða við næsta leiti, en
s)á þó til dýrsins, þar til hún þykist viss um, að það sé