Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 142
i36
sofuað, sem er í minsta lagi i klukkutími, meðan það
stöðugt lítur upp milli dúranna.
Meðan skyttan svo nálgast dýrið, er vissara að vera
sem mest í hvarfi frá því, og að ganga eigi beint, heldur í
króka, og stöðugt aftan að því, ef vindur ekki stendur af
þeirri átt.
Stundum ber við, að dýr eru svo blóðþyrst, að þau
alls eigi ganga að ræflum, heldur leita sér að nýrri bráð-
Undir þeim kringumstæðum hefir reynst vel, að taka 8
— io kindur af fé því, sem dýrið hefir lagst á, og reka
þær þangað, sem það drap síðast; en liaga sér þó þannig
í fyrirsátinni, að skotfæri hljóti að fást á dýrið, ef það
kemur.
Helzta skilyrðið fyrir, að það hepnist, að ná refum
þannig við æti, er, að skyttan geti í byrjun gert sér rétta
grein fyrir, úr hvaða átt dýrið kemur, til að geta eftir því
tekið fyrirsátina. Þetta er þægilegt þegar hvast er, því þá
má, sem áður er á minst, ætíð eiga vist, að dýrin renna á
móti vindi. I logni er þar á mót i þessu atriði erfiðara
viðfangs, og verður þá að taka áætlanir um ferðalag dýrs-
ins, eftir því, hvert það hefir sótt ætið, og hvernig lands-
lagi hagar til. Hafi dýrið t. d. sótt yfir fjall, háls eð-
ur dal og upp í lilíð á móti, skyldi ætíð vera að ofan-
verðu við ræfilinn; en þar á mót að neðan, ef menn
hyggja að það komi úr sömu fjallshlíð.
5. rið ganga uppi refi
verður einkum gjört eftir slóðum þeirra i snjó að veti'-
inum og þá þær af tilviljun sjást annan tíina árs.
Þegar slóðir skal rekja að vetrinum,skyldi það helzt
gjört vel snennna morguns, er snjór hefir fallið að nótt-
unni eða kvöldið áður á hjarn eða auða jörð, svo eldrx
för villi eigi fyrir. Yanalega er traðkað svo mikið þ;>r