Andvari - 01.01.1900, Side 143
137
sem dýrið einkum hefir leitað að æti og einkunl við sjó,
að sérstakar slóðir verða ekki aðgreindar. Verður því að
taka þær slóðir til að rekja, er liggja nokkuð fjær, og til
fjalla eður hálsa. Er menn svo hafa rakið þær slóðir svo
iangt, að þeir halda sig hafa nálgast stöðvar dýr-
anna, skal halla sér til hliðar. Séu t. d. klettabelti eða
hólar með steinum á frarn undan, þar sem förin liggja, má
búast við dýrinu þar, og skal því fara varlega, bæðihægt og
láta sem» minst heyrast í snjónum, er gengið er. Sjáist
svo dýrið í nánd, skal slá sér nokkur fet undan, ef það
kynni að vaka, og látast detta niður (en eigi hastarlega).
higgja svo lítið eitt, meðan sést, hvort dýrið bregður sér
nokkuð við þetta. Eiggi það kyrt, skal standa upp og
ganga þverkrók, sem maður ætli á Lnut. Þegar svo skytt-
an fer að nálgast enn meir, skyldi ganga mest aftur á
bak og til hliðar, í króka, látast detta stundum á knéð o.
s- frv. Forðast verður að snúa sér nokkurn tirna að dýr-
Hm, eða líta á það, þar til skotfæri fæst á því, sem lielzt
;t'tti að vera undan steini- eða barði, sem skjrgði á, og
t’arf í þeim ástæðum að hafa hraðar hendur, þvi venju-
Ega er dýrið óðara staðið upp og komið á stað, þegar
l*að sér manninn breyta stöðu sinni. Er menn rekja
’ efaför að klettaurðum eða gömlum grenjum, en þar leita
ungar tóur helzt hvíldar, einkum hafi þær alist þar upp,
skyldi skyttan strax snúa til baka eftir sömu förunt, er
kún kom, svo mannaslóðir verði sem óvíðast. Um leið
°g skyttan hverfur frá, skyldi hún velja sér hentugan stað
óðrum rnegin slóðarinnar nokkra faðma frá greninu. Að
kveldi skal svo enn ganga sömu slóð beint í vígi þetta,
standi eigi vindur þaðan á grenið, en svo hægt, að eng-
lnn hávaði né annað berist að urðinni. Takist að ná
þannig víginu, halda dýrin vana sínum, og koma út að
kveldi til að byrja ferðalag sitt að nýju. Sjálfsagt er, ef
skyttan hyggur fleiri cn eitt dýr inni, að lofa því fyrsta,