Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 144
r38
sem út kemur, 2—3 faðma frá holunni, áður skotið er,
svo það komist ekki inn, ef fjörbrotin verða nokkur.
Takist að drepa fyrsta dýrið, sem út kemur, án þess það
gefi 'hljóð af sér, skal láta það liggja kyrt, og hlaða sam-
stundis aftur byssuna, en ögn frá víginu, svo ekki heyr-
ist hávaðinn að urðinni. Þarf svo að komast hið bráð-
asta aftur í vigið, svo ekki missist af þeim, er næst ut
koma, sem sjaldan líður á löngu; og eitt sinn komu 3
dýr út, meðan eg hlóð byssuna annað sinn.
Þá ber oft við, að ganga verður uppi þau dýr frá
grenjum, sem eigi vilja ganga að, og sömuleiðis lausadýr
að vortíma. Hagi nú svo til, þar sem slík dýr sjást
fvrst, að eigi verði landslags vegna komist að þeim, þarf
að geta látið þau færa sig til án hræðslu, svo þau eigi
alveg sleppi úr augsýn. Slíkt verður helzt þannig: Fyrst
lætur maðurinn dýrið sjá sig, án þess að horfa þó á það.
Tekur það þá sprett, í fyrstu liarðan; skal þá maðurinn
einnig taka sprett til hliðar. Hlaupi dýrið t. d. í suður,
hleypur maðurinn til suðvesturs eða suðausturs, en alls
eigi á eftir því. Þegar nú dýrið í fyrsta sinn lítur við,
skal maðurinn á svipstundu fleygja sér á bakið og sprikla
með fótunum upp í loptið. Við þetta ráð hefir mér
reynst, að hræðsla og stygð dýrsins snýst í forvitni.
Næsti sprettur þess verður svo vanaiega um 10 faðma,
•og er það þá litur við, skyldi maðurinn . vera hálfboginn
eða í einhverjunt óvanalegum hreyfingum. A þetta glápir
nú dýrið, sem áður, og mun brátt velja sér steineðaþúfu
í nánd til þess að leggjast undir og iiorfa frá. Maður-
urinn hlýtur svo að halda áfram hreyfingum sínum kring
um dýrið, og fremur að nálægjast það; ganga sem mest
hálfboginn, likt og þá tekin eru fjallagrös, og ieggjast á
millum. Aldrei má líta á dýrið, og ætíð snúa að þvíhliðinni
eða bakinu. Fáist i fyrstu tilraun eigi sivOtfæri á dýrinu,
og það stökkvi upp, er maðurinn nálgast, verður að endur-