Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 146
140
skal varast, og áríðandi er, í hvert sinn, er dýr hefirver-
ið skotið, að hreinsa nákvæmlega allar blóðagnir af
blettinum, og flytja svo langt frá, að næstu dýr eigi finni
lykt af þvi.
Nú ber oft við, að dýr koma alls eigi i agnið,
meðan verið er í skothúsinu, en eta fiar á mót alt agnið
siðari part nætur, þá skyttan er heim gengin. Þetta or-
sakast af því, að annaðhvort hefir dýrið séð til mannsins,
er hann gekk i húsið, og þá veitt eftirtekt um leið, hve-
nær hann fór heim, eða af hinu, að þau sjá mannsspor
að, en eigi frá agninu, er þau ætla að vitja þess. Við
þessu er það ráð, að næsta kveld, er farið er í húsið, sé
maður með skyttunni, og hafi með sér poka og stöng:
á líkri hæð og skotmanninn. Hann byrgir svo skyttuna
inni sem bezt verður, og sópar snjó yfir inngangsdyrnar,
svo þvi sé likast, sem þar hafi ekki verið um gengið. Að
þvi búnu hengir maðurinn pokann yfir stöngina, og geng-
ur heimleiðis með samtali og lilátri, og heldur stönginni
stöðugt frá sér, en lætur spor sín vera sem líkust því, að
2 hafi gengið (gengur gleitt). Skal nú skyttan þessa nótt
þreyta leguna sem lengst frameftir, ef með þarf. iiezt, að
liafa sem lengst uppi í skotglugganum, og taka eigi úr
honum nema til hálfs fyr en dýrið sést komið, og taka
þarf til byssunnar. Þar, sem fjárhús eru langt frá bæj-
um, má nota þau sem skothús og egna að þeirn. Skot-
glugginn skyldi þá hafður á heysiðunni og gjöra aðra
bletti á heyhliðinni sem likasta glugganum, með því t. d.
að strjúka þar af sjó. Skotgluggann skal ætíð verka vel,
svo að hann sé alt af sem líkastur því, að vera opinn.
Hér skal að öllu viðhöfð sama regla og áður er sögð við
skothús, nema ef skotmaður færi inn i húsin á kveldin,,
þá inn er látið, sem cr heppilegast. Við agnið er höfð
öll áðursögð aðferð; en hafi dýr eigi gengið að því um
seinan háttatíma, hefir gefist vel, að þá hafi maður farið