Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 147
til fjárhússins, staðið þar ögn við og gengið síðan heim
tneð poka á stöng, sem áður er sagt, og haga sér að öllu
seni þar segir.
Það hafa flestir veitt þvi eftirtekt, að við silungsvötn
er mikið af refaförum, sem kemur af því, að dýrum þyk-
lr silungur ljúffengastur allra æta, og leita hans því á
vatnabökkum og í vökum, ef eru á vatninu. Ætti því
þar, sem svo til hagar, að liaí'a skothús á vatnabökkum
°g í töngum við vatnið, og nýan silung í agn. Til út-
hurðar skvldi liafa heilan silung, sem skal gjört þannig,
að i ísinn er höggvin aflöng laut fyrir silunginn, svo að
höfuðið standi að eins upp úr. Eftir að silungurinn hefir
verið lagður þar í, skal hella yfir vatni, og láta frjósa yfir,
svo dýrin hafi þetta til að dvelja við, þegar annað er
ekki fyrir hendi. Til slóðadráttar skal sem áður hafa
hráa lifur, þvi lykt af henni er svo sterk, að dýr rennaá
hana langar leiðir.
Þessi aðferð er sjálfsögð við öll veiðivötn, t.d. Þing-
vallavatn, Mývatn o. v. Sömuleiðis má líka geyma sil-
Unga til agns í ís.
Þar, sem krækling rekur í sjávarvikur, er hentugt
að hafa skothús við, og skera fiskinn úr skeljunum, hafa
hann fyrir agn; en gæta þess, að dreifii opnu skeljunum
1 kring. Til útburðar skyldi þar hafa þöngla með skelja-
rusli í rótunum.
7. Refaveiði við sjó, án skothúss.
Er menn vilja stunda refaveiði við sjó, án skothúss
eða agns, verður að velja sér hentuga staði, nefnilega
Þverhnipta ldetta, sem ekki festir fönn á, eða voga, sem
rukur þara í, eður þar, sem liklegast þykir að refar gangi
helzt um. Skulu menn varast að fara á þessa staði,
nema vindur standi á sjó, eða í logni. Þegar skyttan