Andvari - 01.01.1900, Page 153
147
ekki hafa þurft að borga þessa upphæð út úr land-
inu nú.
Járngjörð eða rauðabldstur hefir verið á nokkrum
stöðum í landinu. I Egilssögu er þess getið, að Skalla-
grímur hafi haft rauðablástur. Viða annarsstaðar sjápt og
merki þess, t. d. í Fnjóskadal; þar hefir verið rauðablástur
fyrir víst á 14 stöðum, og sumstaðar svo, að mikið hef-
ir að kveðið, eftir hinum miklu gjallhaugum að dæma',
sem þar eru á eigi all-fáum stöðum. A þessum stöðum
er mér kunnugt, að merki sjást eftir rauðablástur í
Fnjóskadaí; á Vindhólanesi og í Kvíaseli (þessir staðir
eru báðir i Bleiksmýrardal), Bakka, Belgsá, Þórðarstöðum,
Lundi (á tveimur stöðum þar heima við bæ og við Búð-
ará), Veturliðastöðum, Vöglum, Hálsi, Víðivöllum, Drafla-
stöðum og Skarði.
Til járngjörðar hefir þurft feikilega mikið af við;
hún hefir að líkindum verið rekin á sama hátt og ýms-
ar villiþjóðir hafa gjört. Eldstæði1 2 er búið til i brekku,
svo að nægur loftsúgur geti komist að þvi; svo er lagð-
ur viður í eldstæðið og kveikt i; þegar hann er nokkuð
brunninn, er málmur sá, sem bræða á járnið úr, lagður
ofan á, og þar yfir viður á ný. Járnið rennur þá saman
í klumpa, sem svo er hægt að smíða úr. Járn þetta er
ágætt i öll eggjárn, þvi að það er sambland af smíðajárni
og stáli.
Landsmenn hafa ennfremur notað skóginn til húsa-
gerðar, einkuro raftviðar, og svo til smiða. Þetta hefir
verið til mikilla hagsmuna alt fram á þessa öld. Amt-
maður Páll Briem segir, að árefti í baðstofum hafi að
mestur leyti verið birki í Eyjafjarðar- og Þingeyjar-
sýslum. Þetta byggir hann á úttektum frá 1824—28.*
1) Salmonsens Konversationslexikon IX. b. 1066 bls.
2) Samb. Lögfræðing 3. ár, 114. bls.
10*