Andvari - 01.01.1900, Side 154
148
í Fnjóskadal hafa að sögn gamalla manna öll úthýsi
verið reft með birkitrjám um síðustu aldamót; einnig eru
þá munnmælasögur um, að b’irkifjalir hafi verið notaðar i
haðstofngólf á sumum stöðum í Fnjóskadal. Sögurnar1
geta um, að hafskip hafi verið bygð af íslénzkum við.
Þetta er þó ef til vill ofsögum sagt.
Búfc manna hefir að mikiu leyti lifað í skógunum
á vetrum. Þessa notkun skóganna er vart hægt að meta
til peninga, enda hefir hún orðið forfeðrum vorum til
mestra hagsmuna. Vér niðjar þeirra höfum síður ástæðu
til að meta hana svo mikils, þar sem vér vitum, hverj-
ar afleiðingar búfjárbeitin hefir haft á skógana.
Vér höfum nú stuttlega drepið á hinar beinu af-
urðir, er menn hafa haft af skógunum; en vitanlaga gjöra
skógarnir eins mikið gagn óbeinlínis, þar sem þeir hafa
áhrif á loftslagið og jarðvegsmyndunina. Því ætti það aö
véra ljóst, hve afarmikla þýðingu skógarnir hafa fyírir
land vort. Vér gætum því hugsað, að forfeður vorir
hafi iátið sér ant um vernd og viðhald skóganna; en það
hefh eigi verið því að heilsa; skammsýni og stundarhag-
ur mun hafa ráðið hér mestu. Hver og einn hefir hag-
nýtt sér gæði skóganna, eítir því sem kringumstæður
hans leyfðu, án þess að ihuga, hverjar afleiðingar það
liefði fyrir seinni tímann. Alt hefir hjálpast að, kolagjörð
af ungviðinu, rauðablásturinn, beit búfjárins, viðarhögg til
liúsagerða og fl.
Vér skulum nú snúa oss að því, sem átti að vera
aðalumtalsefni vort í línum þessum: skógutmm í Fnjóska-
dalnuih. Það er amtsráði Norðuramtsins að þakka, að eg
hefi haft tækifæri til að rannsaka og skoða skógana í
Fnjóskadal siðastliðið sumar, með því að það ’ hefir veitt
1) Landnámabók 40. bls. og Svarfdælasaga.