Andvari - 01.01.1900, Page 157
Nokkrar frásagnir um skógana i Fnjðskadal frá landnámstið alt
fram á seinni hluta 18. aldar.
Þórir snepill nam Fnjóskadal1 og bjó að Lundi;
shann blótaði lundinn«. Munnmælasögur eru um það,
að hann hafi orðið að höggva rjóður fyrir bæ sínum.
í Ljósvetninga sögu er þess getið, þá er þeir deildu
Eyfirðingar og Ljósvetningar um 1050—60, að skógur
hafi verið í Fnjóskadal. Þar segir svo: »Enn þá var víða
skógi vaxit«.2 Skömmu síðar í sögunni er þess getið,
þar sem þeir börðust Eyfirðingar og Ljósvetningar (sem
verið hefir í útdalnum, þar sem alt er nú skóglaust), að
»þeir Ljósvetningar váru við skóg nokkurn«; og síðar:
»þat sögðu rnenn, at Hrafn gætti eigi miðr skógarins
enn fundarins, ok mælti Hrafn: Þat er ráð, at fela sik
í skóginum«.
Nálægt Laufási er nú enginn skógur. I Lögsögu-
mannatali og lögmanna jóns Sigurðssonar (bls. 90) segir
svo: »Um vorið 147S í fardagaviku varð fundr þeirra
Magnúsar Þorkelssonar prests Guðbjartssonar og Hrafns
fyrir sunnan Fnjóská á bakkagötum fram í skóginum«.
Af þessu má ráða, að alt Dalsmynnið hafi verið skógi
vaxið á þeim tírna.
Vindhólanes heitir staður einn í Bleiksmýrardal,
nálega 2 mílur fj'rir innan Reyki, sem er fremsti bær í
dalnum. Þar finst nú gjall eítir rauðablástur. Nú er
þar alt skóglaust. Þar var hið síðasta hestaat á Islandi
1623. Svo segir í Árbókum J. Espólíns (V. 21, 23).
»Þeir Sveinn oc Sigmundur mæltu mót med sér,
at reyna hesta sína oc etja þeim á dalnum; vóru þeir
seinastir hestar vandir til vigs í Nordurlandi, eda á öllu
íslandi. Þeir hlóðu tvo garda á Vindhólanesi, sem enn
1) Landnáma bls. 150.
2) Ljósvetninga saga bls. 87, 92.