Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 158
152
sér merki til, oc öttu hestunum milli garðanna, enn-
menn hjuggu sér rjóður fyrir ofan í hólunum, þeir sem
vildu á horfa. Því at til vorra daga hefir verið skógland
mikit í Fnjóskadal«.
Arni Magnússon og Páll Vidalin ferðuðust um Is~
land á árunum 1702—14.
I jarðabók1 Arna er talinn skógur á 34 jörðum í
Fnjóskadal. Um Lunds- og Vaglaskóg er sagt, að þar sé
skógur til raftviðar ágætur. A Hálsi er sagt, að þar sé
skógur mikill og góður til raftviðar o. s. frv.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust um
Fnjóskadal 1752. Eggert segir í ferðabók sinni,2 að-
skógarnir í Fnjóskadal taki fram öllum öðrurn skógum á
Islandi, en þó hafi þeim mjög linignað á síðustu öld.
Fyrir 100 árum hafa vaxið þar tré með 20 álna háum
bol upp að greinum. Hann bendir á það, að skógarnir
séu beinvaxnir og af beztu tegund. Hyggur að það gæti
orðið að gagni, að rækta þessa skóga og planta á öðr-
um stöðum.
O. Olavius ferðaðist um Fnjóskadal 1777; hann
segist engan skóg hafa séð þar, nema litinn blett vestan
árinnar gagnvart hinum forna Hálsskógi, en talar um að
hafa séð menjar fornra• skóga og heyrt frásagnir um það,
að fyrir 20 árum hefði víða verið þar skógi vaxið i
dalnum. Að visu mun Olavius að eins hafa ferðast yfir
þveran Fnjóskadal hjá Hálsi, og því er eigi ómögulegt,
að verið hafi skógi vaxið f dalnum á öðrum stöðum, þar
sem hann fór eigi um. Ef frásögn Olaviusar er rétt, j>á
liafa skógarnir sprottið upp eftir þetta, því að um 1800
er vist, að skógar hafa verið á mörgum stöðuin i Fnjóska-
dal, þar sem nú er enginn.
1) Sbr. Jarðabókiua og Búnaðarrit Vfíl. l)ls. 41—54.
2) E. Ólafsson: Iteise gjennem Jsland bls. G79—733..