Andvari - 01.01.1900, Side 159
Munnmælasögur um skógana í Fnjóskadal.
Það ganga ýmsar sagnir um það manna á meðal,
að stórvaxinn skógur hafi verið á ýmsurn stöðum í
Fnjóskadal, þar sem nú er enginn. Jónatan bóndi Þor-
láksson á Þórðarstöðum hefir sagt mér eftirfarandi munn-
mæla-sögur um skógana.
»Guðrún Arnadóttir, sem ólst upp á Hróastöðum
(sem er að vestanverðu í Fnjóskadal gagnvart Vöglum)
en bjó síðar í Hrísgerði (lifði um 1761—1848),
sagði mér, að i ungdæmi sínu hefði verið svo mikill
skógur á Hróastöðum, að það hetði þurft að hengja
bjöllur í kýrnar, svo hægt væri að finna þær i skóg-
inum«.
Nú er enginn skógiir á Hróastöðum, en margar og
miklar gamlar kolagrafir bera vott um, að þar hafi eitt
sinn verið skógur.
»Einu sinni var Guðrún send út að Skógiun (sem
er næsti bær fvrir utan Hróastaði). Þegar hún er komin
út hjá hinum svo nefnda Jónshöfða (sem nú er allstór
melhóll gróðuriaus), heyrir hún að maður er að liöggva
við í skógmum, en gat eigi séð hann; þá var þar svo
mikill og þéttur skógur. Maður sá sem var að höggva
við í skóginum var Árni Hallgrímsson frá Sigluvík, faðir
síra Sigurðar, síðar prests á Hálsi. Arni átti þar skógar-
liögg vegna Svaibarðskirkju (samanber máldaga hennar)«.
I landareign Skóga er nú enginn skógur,
»Sigriður Tómasdóttir (liún lifði fram yfir 1830),
móðir Bjarna, föður Björns bónda í Vestarikrókum, sagði
svo frá, að hún myndi eftir pallfjölum. í baðstofugólfinu á
I.jótsstöðum, sem voru sagðar úr birkitrjám, sem voru
höggvin í skóginum fyrir ofan Víðivelli. Sá skógur var
kallaður »Fjallskógur«. I landareign Viðivalla er nú eng-
inn skógur.
»Bræður tveir, Kristján og Guðni, Sigurðarsynir,