Andvari - 01.01.1900, Page 160
voru fæddir og uppaidir á Snæbjarnarstöðum á öndverðri
þessari öld (19. og öld) sögðust hafa heyrt frásagnir um það,
að stórvaxinn skógur hefði verið í fjallinu fyrir utan
bæinn á Snæbjarnarstöðum um miðja 18. öld. Þá bjuggu
þar bræður tveir (nöfn þeirra gleymd þeim). Einn harð-
an vetur var bjargarlaust fyrir sauðfé; stóð svo mikið af
skóginum upp úr gaddinum, að féð náði eigi tiL að eta
limið. Abúendurnir létu þá höggva ofán af skóginum,
svo að sauðféð ætti hægt með að eta af liminu». A
þennan liátt var þessi skógur eyðilagður. ] landi Snæ-
bjarnarstaða er nú enginn skógur.
»Þórður Pálsson á Kjarna í Eyjafirði, sem var
fæddur og uppalinn á Þórðarstöðum (lifði fram undir
1860), sagði mér, að hann hefði heyrt munnmæli um
það, að fyrir ofan bæinn á Þórðarstöðum í hólnum hefði
verið mestur skógur þar í landareigninhi. Einu sinni
kom flökkudrengur að Þórðarstöðum. Hann hjó sér
göngustaf í bæjarhólnum; við þetta varð bóndi æfur, og
átaldi og atyrti drenginn. Eftir þetta er sagt, að skógur-
inn hafi farið að visna í hólnum, og nú er þar ber
melur«.
»Maður er nefndur Sigurður Sigurðsscn; hann lifði
fram um 1840, og var blindur síðari hluta ævi sinnar, þá
á lirepp; hann var niðursetningur á Hálsi hjá síra Sigurði.
Síra Þorsteinn Pálsson á Há'si sagði Jónatan á Þórðar-
stöðum, að Sigurður hefði ságt sér, að í ungdæmi
sínu hefði verið svo mikill skógur á hinu svo nefnda
Reiðholti (sem er út og vestur frá Hálsi), að þegar rið-
ið var þar um göturnar, tók skógurinn jafnhátt því, sem
fullorðinn maður á hestbaki náði með svipuna upp». A
þessu svæði er nú enginn skógur.
»Jósep Jósepsson bóndi í Hvainmi í Eyjafirði var
umráðamaður Bleiksmýrardals um 1830—4° (sem þá var
eign Hrafnagilskirkju, nú Akureyrarkirkju). Þá voru enn