Andvari - 01.01.1900, Page 162
í56
Kolagerðin héfir og verið afar-mikil, alt fram að síðustu
timum, jafnvel mest eftii það að skógarnir tóku að
þverra annarstaðar, því þá voru kolin seld og flutt lang-
ar leiðir. Raftviður hefir og verið seldur í aðrar sveitir.
Engjar eru litlar i Fnjóskadal; sauðfé hefir því verið mjög
heitt í skógana, en verst hafa þó geiturnar farið með þá,
sem haldnar hafa verið þar á allmörgum stöðum. Fyrst
hefir verið höggvið næst bæjunum og á undirlendinu og
neðantil í hlíðunum, þar sem skógurinn var mestur vexti.
Hinum stærsta og bezta skógi var þannig eytt fyrst.
Fræ af hinum smávaxnari skógi, sem vaxið liefir lengra
upp í hlíðunum, liefir borist niður á góðu skóglendin,.
sem þegar voru gjöreydd af skógi, og náð þar rótfestu.
Enn hafa þeir Fnjóskdælingar, sem á skógarjörðum
búa, töluverðar tekjur af skóginum, enda er hann á sum-
um jörðum hoggvinn alt of mikið og óskynsamlega.
Þessu til skýringar set eg liér skýrslu um skógarhögg
siöastliðin 4 ár; hún er tekin eftir framtali bænda í bún-
aðarskýrslunum.
Skógviður höggvinn, talinn í hestum..
1896 1897 1898 1899
Lundi .... 10 20 30 40
Vöglum . . 50 60 40 IOO
Hálsi .... 80 100 100 100
Þórðarstöðum . 20 40 » »
Belgsá .... » 20 10 10
Hvað hefir verið gjört til að viðhalda skógunum i Fnjóskadal?
Sem fyr er ávikið, mun lítið hafa verið hugsaðum
vernd og viðhald skóganna hér á landi. Einstakir menn
hafa þó séð, hver háski landinu væri búinn, eí skógunum
væri gjöreytt. Eg hefi fengið lánað bréf eitt hjá Jóna-