Andvari - 01.01.1900, Page 165
.159
Hálsi stærð 250 vallardagsláttur
Vöglum — 3x3 -
Lundi — 235 -
Þórðarstöðum — 626 -
Belgsá — 77 -
Samtals: 1501 -----
Þessa skóga höfum vér sérstaldega athugað, en auk
þess er smávaxinn skógur á Timburvalladal, fyrir framan
Sörlastaði, og í Dalsmynninu á Þverá og Skarði. A
hinum siðastnefndu bæjurn nær skógurinn yfir allstórt
svæði, og hefir mikið vaxið á síðari árum; flest trén eru
2—5 álnir. Hin hæsta hrisla, sem eg mældi í Skarðs-
skógi, var 6 álna há. Ef skógar þessir fá að vaxa í friði,
mun þar víða verða kominn fagur skógur að 20—30
árurn liðnum.
A Melum, Skuggabjörgum og Laufási hefir til
skamrns tíma verið skógur; hann er nú nær því eyddur.
Skógarnir liggja allir að austanverðu í Fnjóskadaln-
um; landslagið þar er hæðótt og þurlent, og víða gott
skjól fyrir norðanstormum. A mörgum stöðxxm eru upp-
blásin stór svæði, sem áður voru skógi vaxin, t. d. á
Hálsi; þar fyrir vestan bæinn eru gróðurlausir melar,
yfir 250 vallardagsláttur að stærð. Melar þessir munu
mest hafa blásið upp á þessari öld, og enn heldur upp-
blásturinn áfram á sumum stöðum, því að ekkert er gjört
til að stöðva hann, en mikið hefir verið flýtt fyrir hon-
um með óskynsamlegu skógarliöggi.
Víða eru nú melar í Fnjóskadal, þar sem áður
var skógur.
Á nokkrum stöðurn eru stór rjóður í skógana, eink-
urn á Hálsi og Vöglum. Því að á þessurn bæjurn hefir
skógurinn verið höggvinn mikið alt fram á vora daga.
Víða er þar nú að spretta upp nýgræðingur, einkum upp
af fræi, þar sem jarðvegurinn er laus.