Andvari - 01.01.1900, Qupperneq 166
Jarðvegur í skógunum er eins og viðast hvar í
Fnjóskadal mjög djúpur, i '/a alin og þar yfir. Það er
moldjörð, blandin leir og sandi, með miklum járnsýringi,
sem iitar jörðina rauðbrúna. Með því að grafa upp og
athuga jarðveginn á ýmsum stöðum, sá eg, að (hið) efsta
lag hans er 15—20 þuml. þykt. Það er moldjörð, nokk-
uð leiri og sandi blandin. Þá kemur 3 — 5 þuml. þykt
lag af eldfjalla-ösku; í gegnum þetta lag vaxa rætur
trjánna litið. Þá kemur hið þriðja lag, 15—20 þuml.
þykt; það er mestmegnis sandur og leir. Undirlagið
er víðast hvar blágrýtis-möl með stærri og minni hnull-
ungum.
Þegar landið blæs upp, þá losnar fyrst um hið
neðra moldarlag, því að engar rætur ná til að hindra
það, og myndast skúti eða'holbarð. Svo fer að hrynja
úr hinu efra jarðlagi, sem ræturnar binda saman. Þær
skrælna, og ju'rtir þær, runnar og tré, sem vaxa á mold-
arbarðinu, visna og deyja.
A nokkrum stöðum hefir oltið töluvert af grjóti
fram úr fjöllunum, eða það hefir borist með skriðum og
snjóflóðum, og er jarðvegurinn á þeim stöðum grýttur,
en þó víða skógi vaxinn, t. d. i Þórðarstaðaskógi.
Björkin er nú hin eina trjátegund í skógunum i
Fnjóskadal. Hún er hér all-breytileg að útliti, og slepp-
um vér að skýra það atriði.1
Vér höfum áður minst á það, að flest hin núlifandi
tré i Fnjónskadal muni eiga ætt síua að rekja til trjáa,
sem eitt sinn hafa vaxið hátt uppi í hlíðunum. En af
þvi, að þessi skógur var að eðli sínu orðin smávaxnari
1) liftir nýjustu rannsóknum er björk sú eða xkógviður,
cr vex í skógunum hór á landi, betula odorata eSa ilmbjörk,
en ekki b. intermedia.