Andvari - 01.01.1900, Page 167
og þroskaminnij þá er eðliiegt að hinum núverandi
skógi kippi í kynið.
Björkin æxlast liér eins og annarstaðar í norðlæg-
um löndum á þrennan hátt: með fræi, stofn-frjóöngum og
rótar-frjóöngum.
Þess sjást víða og glögg merki í skógunum, að
björkin æxlast með fraum. Síðastliðið sumar báru trén
afarmikið af fræi, sem mestmegnis varð full-þroska. Fræ-
ið verður fullþroska í lok september eða byrjun október-
rnánaðar í góðum árum.
Þegar fræið fýkur af trjánum, þarf það að falla í
gróðrarlitla jörð eða mold, ef það á að geta gróið næsta
vor; ef það fellur í snjó, lyng eða gras, er því hætta bú-
in að deya.
Víða i skóginum voru ungviði, vaxin upp af fræi,
bæði í kolagröfum, moldarflögum og melabörðum, sem
ekki voru mjög þurr eða áveðra; einnig þar sem gróðr-
arlagið var gisið og jarðvegurinn laus.
Merkilegt dæmi um frææxling sá eg í Vaglaskógi.
Abúandinn á Vöglum hafði einu sinni komist að þeirri
niðurstöðu, að eigi myndi borga sig að láta skóg vaxa á
svo stóru svæði í landareigninni. Hann lætur því ber-
höggva stórt rjóður í skóginum (nokkrar dagsláttur), og
ætlar sér að breyta þessu svæði í graslendi. Nú lætur
hann beita það óspart á vetrum; en von bráðar sérhann,
að jurtagróðurinn er að grisjast og moldarlög að koma
á sumum stöðum.
Bóndi verður nú hræddur um, að iandið ætli að
fara að blása upp, og lætur hætta vetrarbeitinni á þetta
svæði; en að nokkrum árum liðnum er svæðið orðið
vaxið bjarkarnýgræðingi — bóndanum til skapraunar.
Nú eru þár sumstaðar allstór tré. Þegar jurtagróðurinn
11