Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 168
162
fór að grisjast, hefir fræ af skóginum í kring fokið yfir
svæðið og náð þar rótfestu.
Af stofnfrjóöngum æxlast björkin, en sjaldan er
hún höggvin hér í Fnjóskadal á þann hátt, að þess sé
kostur (samb. Búnaðarrit 13. ár 6^. bls.).
Af rótarfrjóöngum æxlast björkin allviða. Þannig er
mestur hluti Þórðarstaða-skógar vaxinn upp af rótarfrjó-
öngum. Þeim skógi er hættara við að bogna, einkum
niður við rótina, því að rótarfrjóatigarnir koma upp
þétt og eigi allir í senn; þeir þurfa því að beygja sig
á ýmsa vegu til þess að njóta ljóssins sem bezt.
Vaxtarlag. Flest trén eru meira og minna bogin
og kræklótt, sem er bein afleiðing af fjárbeit, snjóþyngsl-
um og að nokkru leyti af æxlunarmátanum, eins og
þegar er á vikið. Þegar trén æxlast tneð stofni og rót-
arfrjóöngum, er nauðsynlegt að sníða þá anga eða grein-
ar af í tíma, sem kræklóttar eru og veigaminstar, svo aö'
þær beinvaxnari geti náð meiri vexti og þroska. Þetta
ætti helzt að gjöra, þegar ungviðið er 5 — 10 ára. Það
hefir auðvitað aldrei verið gjört í Fnjóskadal.
Bc.ii búfjár skemmir skóginn og gjörir hann krækl-
óttan (samb. Búnaðarrit 1899 bls. 64). Það er eigi að
eins vetrarbeitin, heldur og líka sumarheitin, sem engu
minna hamlar vexti og viðgangi skóganna. Skaðlegust
eru þessi áhrif á ungviðið; því að þegar það skemmist á
einn eða annan hátt, kemur kyrkingur í það, svo að það
á erfitt með að ná sér aftur, en þó mun mega fullyrða,
að fá tré séu nú í Fnjóskadal, sem eigi hafii orðið fyrir
einhverjum skemdum á einn eða annan hátt. Snjórinn
er á sumum stöðum að nokkru leyti orsök þess að
trén verða bogin og kræklótt. En þegar hríslurnar
hafa náð nægum þroska, vaxa bolir þeirra beinir, svo
framarlega sem þær verða eigi fyrir neinum skemdum af
búfé eða manna völdum.